Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 18

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 18
18 Annar þolandi eineltis, Anna, talaði um að bloggsíðurnar væru endalausar og opnar fyrir öllum og fólk væri jafnvel að segja þar mjög klúra hluti sem gætu verið niður- lægjandi fyrir viðkomandi. Fólk verður þannig í raun mjög varnarlaust og þetta er viðkvæmt mál og lítið sem þolandinn getur gert, þetta er eitthvað sem allir sjá. Anna sagði að í hennar tilfelli hefði gerandinn talað um að hún hataði stelpu í skólanum á bloggsíðunni og þá verið að tala um sig og á síðunni hefði staðið: ,,Og ég vona að hún eigi mjög kvalafullan dauðdaga og brenni í eldum helvítis.“ Höfnun og hunsun getur einnig komið fram með aðstoð tækninnar. Nína, sem hefur reynt mikið að berjast fyrir tilvist sinni í vinkvennahópnum, upplifði höfnun í gegnum bloggsíðu. Hún sagði: Bloggsíður eru skelfilegar. Það er bara, þú veist … kannski verið að tala um hvað þú gerðir um helgina [vinkonan] og, þú veist … hverja hún hitti og hverra hún saknaði, sem hún hitti ekki. Þá er ég aldrei talin með. Og mér finnst það alveg … það er ein stelpa þarna í hópnum sem er eiginlega bara besta vinkona mín, við erum oft saman eftir skóla. Og hún fær alltaf far hjá mér í skólann og úr skólanum … og hún kannski minntist ekkert á mig, þó hún hefði ekki hitt mig. Þá minntist hún ekki á að hún hefði saknað mín. Það tók ég ótrúlega mikið nærri mér. Farsíminn var einnig mikið notaður til að áreita fólk, þá bæði í formi SMS-skilaboða og upphringinga. Allar stúlkurnar höfðu orðið fyrir slíku einelti. Tvær fengu beinlínis hótanir sendar í formi SMS-skilaboða þar sem þeim var sagt að þær gætu haft verra af ef þær gerðu ekki ákveðna hluti. Dagný sagði: Um helgina voru þær að senda mér einhver svona SMS og svona eitthvað svona ljótt sko … að ég ætti að koma og sækja dótið, annars yrði eitthvað sko … slæmt mundi gerast. Tæknileg birtingarmynd eineltis er hafin yfir tíma og rúm. Þolandinn er algjörlega varnarlaus og getur fengið skilaboð hvar sem er og hvenær sem er (Roland og Aue- stad, 2005). Ein stúlkan fékk til dæmis hótun í formi SMS-skilaboða þegar hún sat eitt sinn við kvöldverðarborðið með fjölskyldunni. Skilaboðin voru send af siminn.is og engin undirskrift en samt sagðist hún vita hver sendandinn var. Harpa hafði einnig orðið fyrir mjög grófum SMS-sendingum í símanum á skólatíma, svo sem ,,fuck you“ og fleira enn verra. Eygló sagðist hafa orðið fyrir illu umtali á bloggsíðum en þó eink- um orðið fyrir upphringingum úr farsímanum. Stelpurnar (gerendurnir) höfðu fengið vini sína til þess að hringja í hana og úthúða henni og svo var hún farin að þekkja númerin sem voru alltaf að hringja í hana. Það var svo Nína sem fékk SMS-skilaboð klukkan fjögur að nóttu um að vinkonurnar væru farnar í ferðalagið sem hún ætlaði að fara með þeim í morguninn eftir. Þær höfðu bara tekið skyndiákvörðun og farið um nóttina og keyrt út á land. Þá var ég ein eftir í bænum … og ég var alveg sko … foreldrar mínir voru á leiðinni annað út á land og ég ætlaði ekkert með þeim. Þau voru farin, því ég ætlaði með stelpunum og allt í einu var ég bara orðin ein þarna ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.