Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 67

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 67
67 samræmdum prófum. Til að auka framgang slíkra áherslna í skólastarfi þarf að þróa annars konar námsmat sem metur námsferli og færni og vinna því brautargengi meðal skólafólks og almennings Aðgangur að námsefni og menntun fyrir kennaranema og starfandi kennara eru atriði sem hafa áhrif á framgang nýsköpunarmenntar, hvort tveggja hefur verið af skornum skammti hingað til. Í rannsókninni kom einnig í ljós að nýsköpunarmennt krefst sérstakrar nálgunar af kennaranum, nálgunar sem fellur vel að kennsluaðferð- um byggðum á hugsmíðahyggju. Starfskenning kennara sem taka að sér nýsköpunar- kennslu þarf að falla að slíkri nálgun eða þeir að vera tilbúnir að þróa hana í þá átt. Þátttökuathuganir og viðtöl við nemendur og nýsköpunarkennara sýndu að nýsköp- unarmennt krefst sjálfstæðra vinnubragða og virkrar þátttöku af nemendunum og skólamenningin þarf að styðja slíka starfshætti. Skólastjórnendurnir sem rætt var við í rannsókninni viðurkenndu að þeir væru einn lykilaðilinn í því að veita nýjungum eins og nýsköpunarmennt brautargengi inn í skólana. Nýsköpunarmennt var ekki kynnt sérstaklega þegar hún kom inn í aðalnámskrá í fyrsta sinn 1999 og virðast hugmyndir um hana vera óljósar meðal skólafólks. Svör við spurningalista til íslenskra grunnskóla gáfu til kynna að hugmyndir skólafólks um nýsköpunarmennt væru á reiki. Skólastjórnendur og ráðuneytisfólk sem rætt var við í rannsókninni töldu að þessa nýjung hefði þurft að kynna með tilkomu hennar í námskrá 1999. Velta má fyrir sér hvaða áhrif það hefur að nýsköpunarmennt er lögð fram bæði sem námsgrein og nálgun í námskránni. Bent hefur verið á að námskráin í upplýs- inga- og tæknimennt 1999 beri merki togstreitu milli þess að nýsköpunarmennt og upplýsingamennt eru settar fram eins og flestar aðrar námsgreinar en eru kynntar í textanum sem verkfæri eða aðferð (Allyson Macdonald, Þorsteinn Hjartarson, & Þuríður Jóhannsdóttir, 2005). Upplýsinga- og tæknimenntarnámskráin 1999 gerði ráð fyrir nýrri hugsun sem krefst nýrrar nálgunar og felst í því að nýta upplýsingatækni og nýsköpunarmennt sem verkfæri eða aðferð í námi og kennslu. Í þessu ljósi er ekki eingöngu ætlunin að nýta nýsköpunarmennt sem námsgrein. Ef hún næði fótfestu sem aðferð sem hagnýtir þekkingu frá mörgum námsgreinum og þekkingu úr lífinu sjálfu, væri það nóg til að hún gerði það gagn sem henni er ætlað? En hvað væri þá til staðfestingar um það að nýsköpunarmennt væri til staðar í skólastarfinu? Að ein- hverju leyti er þeirri spurningu svarað í námskránni, en einkenni nýsköpunarmenntar virtust þó óljós í huga skólastjórnenda sem svöruðu spurningakönnuninni. Gagnlegt gæti því verið að kanna nánar hvenær skólafólk telur sig vera að kenna nýsköpunar- mennt og hvernig það ræðir og hugsar um námssviðið. Í ljósi sögunnar er ekki létt verk að breyta skólakerfinu og ef til vill óvinnandi vegur, myndu þeir svartsýnustu eða raunsæjustu segja. Það er þó fyrsta skrefið að koma auga á áhrifaþættina, skoða þá og skilgreina og reyna að átta sig á því hvort þeir vinna með okkur eða á móti. Til þess að breyta hugsunarhætti og vinnubrögðum í skólastarfi þarf samþætt ferli þar sem menning skóla og starfskenning kennara eru grunnþættir. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika að menntamál eru flókið samspil margra þátta sem hafa áhrif hver á annan og verða ekki séðir fyrir að öllu leyti. Mikilvægt er SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.