Morgunn - 01.12.1934, Page 3
MORGUNN
129
Dáleiðslur.
Effir Einar H. Kuaran.
I.
Alexander Erskine hefir maður heitið. Hann and-
aðist síðastliðinn vetur. Fyrir tveimur árum samdi hann
hók, sem mikla athygli hefir vakið. Eg hefi hug á að
segja nokkuð frá þessari bók.
Bókin er um dáleiðslu. Höfundurinn hefir iðkað þá
list meira en flestir aðrir menn í Norðurálfunni, enda
virðist hafa haft alveg sérstaka hæfileika til hennar, og
fengið ágætan árangur. Eg hugsa að mönnum kunni að
þykja hugnæmt að fá að vita nolckuð um aðdragandann
að því, að hann fór að sinna þessu lífsstarfi sínu, og ætla
að segja ofurlítið frá honum.
Eitt fyrsta atvikið, sem leiddi athygli hans að dá-
leiðslu, var það, að hann sá mann dáleiddan af högg-
ormi. Það var í skógum í Kanada. Erskine var þá ungling-
ur og hafði verið sendur þangað frá Englandi sér til
heilsubótar eftir alvarleg veikindi. Einu sinni er hann
úti með húsbóndanum, sem hét Strickland, og missir ein-
hvern veginn af honum. Hann kallaði, en enginn svaraði.
Hann var með byssu, og samkomulag hafði verið um það,
að hann skyldi skjóta af henni, ef hann óttaðist nokkura
hættu. Hann skaut fjórum skotum; en það var árangurs-
laust. Nú varð hann lafhræddur og fór að leita um skóg-
inn. Að lokum sá hann manninn ofurlítinn spöl frá sér
standa grafkyrran og stara fram fyrir sig.
Hann kallaði til hans. Maðurinn anzaði ekki. Hann
gekk þá til hans og tók á honum. Maðurinn hreyfði sig
ekkert. Hann var sofandi.
Erskine heyrði eitthvert veikt hljóð. Á jörðunni var
9