Morgunn - 01.12.1934, Page 18
144
MORGUNN
en eðlilegur og rökréttur árangur, að fullkominni lækn-
ingu fékst framgengt.
Eg get ekki sagt' margar af lækningasögum Er-
skines. Það yrði of langt mál. Þó að þær sögur hans séu
allar skemmtilegar og fróðlegar, verð eg að láta mér
nægja, að láta þess getið, að honum hefir tekist vel að
lækna drykkjuskaparástríðu, eiturlyfjaneyzlu og þess
konar. En sjúklingurinn verður sjálfur að vilja lækning-
una á þeirri stund, sem tilraunin er gerð við hann. Hann
segir, að þeir séu fáir, jafnvel þeirra, sem lengst eru
leiddir, sem ekki vilja við og við losna við þetta böl. Þessi
afturhvarfsþrá þeirra sé oft mjög skammvinn, en sé sætt
færi, meðan sjúklingarnir séu í þessu skapi, megi nokk-
urn veginn ganga að því vísu, að dávaldur geti læknað þá.
Og þessi lækning hafi þá tvo kosti, sem aðrar lækningar
á slíkum lcvillum hafi ekki. Engin ill líðan fylgir því að
hætta við áfengið eða önnur eiturlyf, og lækningin er
varanleg. Ennfremur er ,eitt atriði, sem hann segist ekki
vita til að unt sé að fá framgengt með neinu öðru móti:
Ofdrykkjuástríðunni má halda í skefjum, þó að sjúkl-
ingurinn verði ekki í algerðu bindindi. Það mávekja vilj-
ann til þess að drekka alls ekki. Það má líka vekja vilj-
ann til þess að drekka ekki of mikið.
Ungur maður kom til hans til þess að leita lækningar.
Hann drakk eina flösku af whisky á hverjum degi, en
oft hálfa aðra flösku. Hann hafði reynt að hætta við
þetta, en honum hafði ekki tekist það. Hann kom til Er-
skines þrisvar eða f jórum sinnum. Erskine vissi, að hann
hafði læknað hann. En hann misti nú sjónar á honum.
Svo liðu fimm ár. Þá komu hjón til hans, án þess að
gera boð á undan sér. Maðurinn bað hann að lgekna konu
sína af drykkjuskap. Hann sagðist vera kominn í því
skyni alla leið frá Argentínu.
Erskine spurði hann, hvernig í ósköpunum hann
hefði fengið vitneskju um sig þar.
Maðurinn, sem mest whiskýið hafði drukkið, var