Morgunn - 01.12.1934, Qupperneq 29
MORGUNN
155
Hann sat í stól sínum, og eftir fáeinar míínútur stóð
konan upp, gekk til hans, staðnæmdist við stólinn hans
og fór að tala með barnslegri rödd, sem var með öllu
ólík rödd konunnar. Það var bersýnilegt, segir Erskine,
að konan hélt nú, að hún væri lítið barn, og hann hagaði
sér eftir því.
„Iiv.er ert þú?“ spurði hann.
„Alice“, svaraði hún. „Eg fór yfir um —það sem þið
kallið dó — þegar eg var ekki nema 12 ára gömul. Nú
er eg komin aftur“.
„í hvaða erindum ertu komin?“
„Eg veit það ekki, en hér er eg“.
Skyndilega sneri konan sér við og leit á stólinn, sem
hún hafði s.etið á, benti bak við hann og æpti í afarmikilli
angist: „Ó, líttu á!“ og tók handleggjunum fyrir andlitið.
Erskine gat eðlilega ekkert séð, en hann hafði orðið
fyrir svipaðri reynslu áður og langaði til að fá einhvern
botn í þetta. Þegar konan hafði náð sér dálítið, spurði
hann hana, hvað það væri, sem hún sæi.
„Líttu á“, sagði hún, „það er óvinur fyrir aftan stól-
inn þarna. Sitja allir þínir sjúklingar í þessum stól?
Hann hatar þig og reynir að ónýta verk þitt“.
„Hvað er hann, djöfujl?"
„Já — það s,em þið kallið djöful“.
„Segðu honum þá að fara til helvítis“, sagði Erskine
í nokkuri geðshræringu.
Við þetta virtist meira lag komast á konuna. Hún
gekk að dyrunum og benti til Erskines. Þá benti hún upp
í loftið í það hornið á herberginu, sem fjærst henni var,
og sagði: „Sérðu ljósið þarna? Haltu þér í því og þá
mun verk þitt hepnast vel“.
Erskine átti mjög örðugt með að vekja hana, og því
næst spurði hann hana: „Hver er Alice?“ Konan virtist
verða alveg steinhissa. Alice var systir hennar. Hún hafði
dáið 12 ára gömul. Konan mintist aldrei á hana endra-