Morgunn - 01.12.1934, Qupperneq 31
MORGUNN
157
Pilturinn varð ákaflega reiður. Hann varð sveittur
á.enninu. Hann pataði ákaft með höndunum, lamdi stól-
inn, sem hann sat á, og varð ýmist rauður eða hvítur af
geðshræringu.
Að lokum hélt Erskine, að piltsins vegna væri ráð-
legt að fara að vekja hann. En það var alt annað en auð-
velt verk. Hann var svo gagntekinn af deilu sinni, að
Erskine varð að skipa honum alvarlega og hvað eftir
annað að koma aftur, áður en hann gat fengið piltinn til
að veita sér nokkura athygli.
„Komdu nú aftur“, skipaði Erskine.
„Bíddu nú ofurlítið við“, svaraði pilturinn.
„Yið hvern ertu að tala?“
„Við mann“.
„Hvar ertu?“
„Eg veit það ekki“.
„Hvernig er umhorfs þar?“
„Engan veginn. Eg býst við, að það sé líkt því, sem
þið kallið ]oft“.
„Hvernig er þessi maður ásýndum, sem þú ert að
tala við?“
„Það er karlmaður“.
„Hvernig er hann klæddur?“
„Hann er alls ekki í neinum fötum“.
Hann hikaði sig eitt augnablik og sagði því næst:
,,Hann vill koma skilaboðum til þín, frændi“ (hann var
vanur að nefna Erskine svo). „Hann segir: Segðu mann-
inum, að ef hann sendi menn inn á þetta svið, sem hann
veit ekkert um, og þeir gera sér grein fyrir því, að þeir
séu ekki í líkamanum, þá getur vel verið, að þeir komi
aldrei aftur“.
Nú þagnaði drengurinn, og bætti því næst þessu við
eftir eitt andartak: „Hann segir: Varaðu hann við þessu
þrisvar sinnum“.
Þetta voru síðustu orðin, sem hann sagði í svefnin-
am. Erskine gaf honum tíma til að jafna sig og vakti