Morgunn - 01.12.1934, Síða 36
162
MORGUNN
lega bókstaflega, enda þótt augljóst megi vera, að þau
eru aðeins tákn og líkingar; en aðrir hafna nær öllum bók-
staf, allri bókstaflegri merkingu orða Krists, enda þótt
jafn augljóst megi vera, að „bókstafurinn lifir“, eða gildir
að meira eða minna leyti. Og þetta hafa hvorir tveggja
gert í góðri trú, í einlægni og alvöru, og hvorir tveggja
„þótzt gera guði þægt verk“, og mannkyninu þarft verk.
En út af þessu hafa svo komið fram allskonar mótsagnir,
ágreiningur og misklíðir, og margt ilt og bágt af hlotist,.
svo sem meðal annars vantrú og efablendni um sannindi
eða veruleik hinna „huldu dóma“ annars heims og lífs; og
sú skoðun eða trú, að alt eða flest muni vera alt öðru vísi í
„hinum heiminum“, en þessi eða hinn segir að sé, hvort
heldur hann er prestur eða annað.
En þá er að athuga orð og bendingar hans, sem kunn-
ugastur hefir verið „hinum heiminum“ og „huldum dóm-
um“ hans, orð og bendingar Jesú Krists. Það er þá fyrst
einkennilegt og eftirtektarvert, að Jesús, samkvæmt guð-
spjöllunum, og ummælum postulanna, gefur mjög óvíða
og sjaldan nokkura nákvæma eða ítarlega lýsingu á „hin—
um heiminum", né lífinu í honum, eða á staðháttum og
fyrirkomulagi þar, svo oft sem hann þó talar um annan
heim og annað líf, svo sem sjálfsagðan hlut og fullkominn
veruleika. En ef um nokkra ákveðna lýsingu er að ræða í
orðum og kenningum hans, um þessi efni, þá er þó orð
hans helzt svo að skilja, að lífið „hinum megin“ sé alveg
beint og eðlilegt áframhald af lífinu hérna megin; og að
útlit og umhverfi, fyrirkomulag og hættir annars heims og
lífs, muni, fyrir hvern einn, vera og fara að mestu leyti
eftir andlegu ásigkomulagi hans, eftir sálarástandi, hug-
arfari og hjartalagi hvers eins, sem yfir um fer, og einnig
að einhverju leyti eftir meðsköpuðum eiginleikum og hæfi-
leikum hvers eins. En þetta er öllum vitanlega ótal marg-
víslegt og mismunandi; og því næsta náttúrlegt og trúlegt,
er hann segir, að „í húsi síns himneska föður séu vistar-
verurnar margar“.