Morgunn - 01.12.1934, Blaðsíða 37
M O R G U N N
163
Að öðru leyti talar Jesús furðu lítið og sjaldan um
„dauðann“ eða um „dána“ menn sem „dauða“ og „dauða-
sorgar“ verður naumast vart hjá honum. Hann slcoðar
auðsjáanlega allan undanfara dauðans, og- dauðann sjálf-
an eins og för eða spor frá einu lífi til annars, frá þessu
lífi til hins. Hann kallar líkamsdauðann svefn, og dána
líkami sofnaða, sjálfsagt í líking við það, sem er, að líkast
er því, að deyjandi maður sofni og dáinn sofi. En „sálin
vakir, þó sofni líf“, og það kennir Jesús mjög skýrt með
dæmisögunni um hinn ríka og fátæka, með orðum sínum
á krossinum við iðrandi ræningjann, og með nær ótal öðr-
um orðum og dæmum, og sannar það seinast bezt með upp-
risu sinni. En „margt er lífið þótt lifað sé“, jafnt hinum
megin sem hér, og sjálfsagt ekki síður hinum megin, þar
sem heimurinn þar, lífið og líðanin, fer aðallega eða ein-
göngu eftir andlegu eða sálarlegu ástandi hvers eins, en
ekki eftir mælikvarða eða mati þessa heims. Eftir dæmi-
sögunni um ríka manninn og Lazarus er það ljóst, að í
„hinum heiminum" er til bæði sæla og vansæla; og eftir
orðum Krists um „mörgu vistarverurnar“ má ugglaust
ætla, að bæði sæla og vansæla séu þar mismunandi mikl-
ar, svo að ein sálin sé þar sælli en önnur, þótt öllum líði
vel, og aftur ein sálin ósælli en önnur, þótt engri líði að
öllu vel. —
Að öðru leyti lýsir Jesús öðrum heimi og lífinu þar
ekki ólíkt því, sem hér er og gerist. Hann talar um, að
„menn komi úr austri og vestri og sitji til borðs með Abra-
ham, ísak og Jakob í ríki himnanna"; hann segir við síð-
ustu kvöldmáltíð sína hér á jörð, „að hann muni ekki
smakka á ávexti vínviðarins, þangað til hann fullkomnist
í guðsríki", og margt fleira talar hann, sem nærri liggur
við að skilja svo, sem íbúar annars heims lifi þar og starfi
ekki alveg ólíkt því, sem er og gerist í heimi hér. Jesús
talar líka um hús og íbúðir hinum megin, þar sem hann
bendir til, að þeir, sem á undan eru farnir yfir um, muni
11*
L