Morgunn - 01.12.1934, Blaðsíða 39
MOEGUNN
165
sjálfum sér og öðrum „hulda dóma“ annars heims og lífs,
með hverju því orði og ummæli, sem samrýmast má við
kenningar Krists sjálfs um þau efni, hvort heldur er í orðs-
kviðum, dæmisögum eða likingum. En það vildi eg þó, fyrir
mitt leyti, varast að fara hér með strangar fullyrðingar,
þar eð eg finn mig skorta fulla trygging fyrir því, að eg
skilji eða finni allt hið sannasta eða hina fylstu meiningu
í orðum Drottins Krists. Fyrir mér er því ekkert óbifan-
lega fast mótað eða ákveðið, um útlit, fyrirkomulag og
ástand annars heims og lífs, nema það, að þar hlýtur heim-
ur og líf að verða eftir hvers eins sálar eðli og ástandi;
og þá langlíklegast mjög í líkingu við heiminn og lífið hér
— þó með þeirri gjörbreytingu og mismun, að þar gildir
og ræður fullur sannleikur og algert réttlæti um kringum-
stæður og kjör, svo að mörgum mun þess vegna þar áreið-
anlega „bregða í brún;“ einum óumræðilega vel, og öðrum
óumræðilega illa, alt eftir andlegu ástandi hvers eins; því
eftir því fer þar alt. — Mun þá mörg góð sálin undrast og
fagna yfir dýrð annars heims og lífs; og burt kallaðir
dýrkendur þessa jarðneska heims undrast og harma, hve
aum og lítilsverð öll ríki þeirrar veraldar og þeirra dýrð
eru, þegar til annars heims kemur;. þar sem ekki eru til
neinir f jársjóðir, nein gæði né dýrð fyrir jarðneskan dauð-
legan líkama, er þeir elskuðu mest, heldur aðeins fyrir
ódauðlegu sálina, sem í honum bjó, en sem þeir afræktu
mest. —
Það er nú farið að síga á seinni hlutann hjá mér eins
og fleirum, að jarðneskum aldri til, og eg og mínir jafnaldr-
ar megum vænta umskiptanna bráðum — enda þótt „eng-
inn viti hver annan grefur“, og ýmsir yngri kunna að kall-
ast á undan. En „hvenær sem kallið kemur“ til mín eða
annara hér, þá bið og vona eg, að vér, helzt allir og allar,
verðum þá svo uppalin og undirbúin, eftir vistina hér, með
blíðu og stríðu, að oss öllum megi „bregða vel í brún“,
bregða til óumræðilegs friðar og fagnaðar, livíldar og full-
nægingar allra sannra, meðskapaðra sálarþarfa og þrár,