Morgunn - 01.12.1934, Side 46
172
MORGUNN
Unga manninum, sem lýst var við hlið hennar, kann-
aðist eg ekki við í fyrstu; en við frekari skýringu kom
mér til hugar bróðir hennar, er drukknaði með föður
hennar um 20 ára aldur. En svo lætur hún skila til mín
þessum orðum: „Eg er búin að hitta þá alla“; þá skildi
eg, að ,eg mundi hafa rétt fyrir mér með bróður hennar;
hún hafði mist sjö bræður sína, föður og móður, sem eg
álít að hún hafi átt við með þessum orðum.
Næsti fundur á eftir, er Jón Guðmundsson fékk, var
einnig haldirín hjá E. H. Kvaran, og skrifaður af E. Lofts-
syni kennara.
Jakob segir: Til þín er komin konan þín; hún er
glöð og brosleit, það koma spékoppar í kinnarnar á henni,
þegar hún brosir. Það koma líka stundum eins og hálf
hæðnislegir drættir í kringum munninn, þegar hún brosir.
Átti hún ekki einhvern tíma steinhring? Hún held-
ur á honum á milli fingranna; Þessi hringur er notaður
núna. Eg sé nvíta hönd; hún lætur hringinn á þessa hönd;
höndin er falleg og hvít, svarar sér vel, fingurnir eru
frammjóir. Þetta er kvenmannshönd.
Hún sýnir mér nú skrítinn hlut, man aldrei hvað
það heitir, en eg hefi séð það einhvern tíma áður. (Er
það ekki tína? spurði E. H. Kvaran.) Jú, tína er það,
svaraði Jakob litli, það hefir verið geymt í henni ýmis-
legt smádót, hún sýnir mér það. Nú sýnir hún mér kassa,
hann er ekki mjög stór, það er eitthvað grafið á hliðarn-
ar á honum, rósir eða eitthvað svoleiðis. Læsingin á hon-
um er ekki stór, eins og lítið lauf. Það hefir líka verið til
þarna lítið skip. Það er skip, það er fallegt, og henni hef-
ir þótt vænt um það. Svo segir hún líka, að nú munir þú
eftir rúminu, sem hún sýndi þér, þegar þú varst á síðasta
fundi. Hún vill ekki hætta við neitt, fyr en kannast er
við, að það sé satt og rétt, sem hún kemur með. En hún
segist minna á þetta til að sýna þér að hún fylgist með
öllu hjá þér.