Morgunn - 01.12.1934, Side 47
MORGUNN
173
Konan þín sýnir mér nú fallegt teppi; hún breiðir
úr því, yfir þetta, sem legið er í; það eru margir litir í
því, og hún hefir heklað það sjálf. Hún hefir búið til
mrgt fallegt, saumað margar flíkur; líka fötin, sem hún
er í sjálf, peysufötin. Konunni þinni líður ágætlega, hún
segist vera ánægð. Hún segist biðja þig að skila kveðju
heim; — líka til hennar, sem er langt í burtu, og segja
henni að hún komi ofttil hennar, og sig langi til að hjálpa
henni, og ætli að gera sem hún geti. Ekki skil eg, hvað
hún meinar með þessu, hvort það er nokkur sönnun í því,
segir Jakob litli. Hún biður þig að segja henni, að hún
skuli bara sigla í fullum byr sínu eigin skipi. Henni er
mjög ant um hana. Hún segir, að sér þyki mjög vænt um,
að þú viljir gera alt ei'ns og þú vissir að hún vildi hafa
það. Hún segir sér líði vel, en þetta, sem hún á við lengra
í burtu, valdi sér stundum áhyggjum.
Dreymdi hana ekki stundum berlega? Hana hefir
dreymt mikið, og hún sagði þér oft drauma sína, sam-
tímis og hana dreymdi þá. Ilana dreymdi einu sinni, að
hún væri á ferð á ljósum hesti, og hún þóttist fara ósköp
hart yfir; henni þótti draumurinn skrítinn. Eg sá ljósa
hestinn, sagði Jalcob, en eg hefi aldrei fyr séð draum
sýndan. Hún hefir verið sérstaklega berdreymin. Hana
dreymdi fyrir því, þegar mennirnir drukknuðu heima.
Þetta er dálítið óljóst, en þeir virðast hafa verið þrír
sem fórust þá.
Jakob heldur áfram. En manstu eftir stálpuðum
dreng með skolleitt hár, hann stendur hjá þér; hann er
ekki kornungur; hann er hvítleitur í andliti, augun grá-
leit, og hann er kátur við þig, — hann virðist vera 4—5
ára gamall þegar hann fór, en hann sýnir sig eldri núna.
Eg sé þig líka sem lítinn dreng (það er Jón), þú lékst
þér þá við hann, og þóttist vera að tálga fyrir hann spítu.
Þetta er langt í burtu. („Sérðu umhverfið?“ spurði E. H.
Kvaran). Eg sé húsin þarna;^þau hafa ekki verið mjög
stór; sýnist vera lágur, langur bær með torfi, með litlum