Morgunn - 01.12.1934, Page 53
M 0 R G U N N
179
in nær af henni, þá er hún rétt, hún rær sér æfinlega,
þar sem hún situr, sérstaklega þegar hún talar um það,
sem hún hefir áhuga á. — Gönguferðin með konunum
er einnig rétt; hún var í félagi með nokkrum konum, er
stunduðu leikfimi undir stjórn Viggó Nathaníelssonar.
Ferðinni á bátnum yfir fjörðinn er einnig rétt lýst. Síð-
asta sumarið, er við vorum fyrir vestan, fórum við ásamt
fleira fólki í berjaferð yfir í svo nefnt Gemlufe.ll, og
hafði fólkið alls konar með sér til hressingar. Barnið g.et
eg ekki sagt um, nema ef hún á við barn, sem hefir verið
látið heita eftir henni vestur á Dýrafirði af frænku minni.
Mér þylcir það ekki ósennilegt, þó að eg geti ekkert
staðfest um það. Einnig hafði konan mín mjög gaman
af ljóðum. — Með hæðinni, sem hún minnist á fyrir
ofan, þar sem við áttum heima, álít eg, að hún eigi við
Sandafellið, enda er þar unaðslega fallegt útsýni yfir
fjörðinn á fögrum sumardegi, og ekki sízt kvöldíagurt.
Við fórum þangað einu sinni í indælu veðri, og man eg
eftir, að henni þótti fagurt útsýnið þaðan; mér er það
ferðalag mjög mnnisstætt.
Undrandi varð eg, þegar hún minnir mig á vinkonu
okkar, og hefur orðrétt upp orðin: Hvað hefi eg gjört,
svo að eg þurfi að líða alt þetta? — Þessi vinkona okk-
ar hefir skrifað þessi orð í bréfi til mín, og vissi enginn
um þetta bréf. Eg fékk það tveim dögum áður en eg
mætti á fundinum, og bar eg bréfið í vasa mínum.
Þá hefi eg nú sagt frá þessum þrem fundum; eg
býst við, að margt megi um þá segja. Jón Guðmunds-
son s,egist vera sannfærður um, að alt sem Jakob litli
sagði og lýsti, hafi ekki getað frá öðrum komið en kon-
unni sinni. — Það er eftirtektarvert, hvað þessi framliðna
kona er altaf örugg og ákveðin að sanna sig, einnig það,
hvað henni fer fram, eftir því sem hún fær fleiri tæki-
færi til að ná sambandi við mann sinn. Þessi framliðna
kona hafði verið mjög sjálfstæð og ákveðin í lífinu, og
12*