Morgunn - 01.12.1934, Page 55
MORGUNN
181
get ekki með nokkru móti vitað, hafa af mér margháttuð
afskipti og veita mér ómetanlegar velgerðir og eru mér
sýnilegir og heyranlegir. Mér finst blátt áfram vitleysa
að komast að þeirri ályktun, að þeir séu engir til. Þeir
eru mér hinn áreiðanlegasti veruleikur.
Eg gleymi því ekki, að ekki hafa allir þann hæfi-
leika, að geta séð og athugað þau tilverusvið, sem liggja
fyrir utan efnisheiminn, og að þeir sem ekki hafa hlotið
þann hæfileika geta fært sér það til málsbóta fyrir efa-
semdum síunm.
En hins vegar er bágt að afsaka þá, því að sann-
anirnar fyrir framhaldslífinu og andlegu tilverunni hafa
alt af verið að koma frá fyrstu tíð mannkynsins.
Dularlækningar.
i.
Þann 29. júní árið 1930 var eg búinn að liggja í
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki frá 4. apríl 1930 rúmfastur og
oft mjög þungt haldinn. Sjúkdómur minn var hryggliða-
los í nokltrum liðum og liðagigt. Var sjúkdómur minn orð-
inn á svo háu stigi, að eg gat ekki hreyft mig til í rúm-
inu á millum þess, sem eg fékk áköf krampaflog.
Aðfaranótt þess 30. júní s. á. kl. 3 voru allir þeir, sem
í stofunni lágu hjá mér, sofnaðir, en eg gat ekki sofnað,
og var eg að hugsa um, hvað erfitt væri að vera sviftur
heilsunni á bezta skeiði æfinnar og beitti eg öllu hugsana-
nfli mínu í bæn til Guðs um að hann af sinni eilífu mislc-
unn vildi í náð líta til mín og senda mér hjálp á dásam-
iegan hátt, til linunar sjúkdómsþjáningum mínum. Var
þá, sem á mig sigi höfgi nolckur og varð mér litið út á sval-