Morgunn - 01.12.1934, Blaðsíða 64
190
M 0 R G U N N
dóttur. Lá hún hreyfingarlítil meðan hún hafði straum-
inn, sem var til klukkan 8,50.
Klukkan 8,50 byrjaði straumur í Sigríði Sigurfinns-
dóttur; var hann nokkuð sterkur; byltist hún til og frá,
gjörði mjög miklar líkamsæfingar, þreif hún í þá staði,
sem veila er í og neri brjóstholið, einnig bæði handleggi
og fætur. Kl. 9.20 vaknaði hún til fullrar meðvitundar.
Viljum við ekki lengja þessa frásögn meira; höfum
aðeins reynt til þess að gefa mönnum lýsingu á því, sem
fram fór, og það í sem fæstum orðum.
Erum við þess fullvissir, að betra lag er nú komið á
lækningarnar, heldur en áður var.
Bjarni Sigurfinnsson. Jóhann S. Lárusson.
Við undirskrifuð vottum, að rétt er frá skýrt því, sem
þá fór fram, á meðan við höfðum fulla meðvitund.
Jóhanna S. Sigurðardóttir. Ágústa Jónsdóttir.
Sigrún Ó. Snorradóttir. Ingibjörg Símonardóttir.
Sigríður Sigurfinnsdóttir. Slcafti J. Sigurfinnsson.
3.
Eg undirrituð, sem einu sinni hefi verið sjónarvott-
ur að lækningatilraunum Jóhanns S. Lárussonar frá
Skarði, hefi verið beðin að skýra frá því, sem eg heyrði
og sá. —
Jóhann er sjálfur sjúklingur, og hefir verið það nú
svo árum skiftir. Hann lagðist á sjúkrahús Sauðárkróks
4. apríl 1930 og var þá talinn ill-læknandi. Síðan fór hann
á Landsspítalann og þaðan á Reykjahælið. Oft hefir hann
verið svo þungt haldinn, að honum var ekki ætlað líf. Marg-
ir af beztu læknum landsins hafa skoðað hann og talið
það miklum vafa bundið, að hægt væri að lækna hann. Þó
hefir heilsu hans heldur þokað í áttina til bata. Síðastliðið
ár hefir hann lengstum haft fótavist og sýnst furðu hress.
Fyrstu dulrænu áhrifanna varð hann var, þegar hann lá