Morgunn


Morgunn - 01.12.1934, Page 71

Morgunn - 01.12.1934, Page 71
MOEGUNN 197 firðingum en mannfælni og svo takmarkalausri fyrirlitn- ingu á tilvonandi samferðamanni, því að hann hlaut að hafa komið auga á mig. Fór mér nú að renna í skap og vildi helzt hlaða hellum að höfði þessa náunga, þótt ekki væri nema með nokkrum vel völdum orðum. Hleypti eg í mig hörku og herti gönguna sem mest eg mátti. Dró nú heldur saman með okkur, m. a. vegna þess, að þessi sérvitringur beygði á braut mína. Kallaði eg til hans fullum hálsi og bað hann bíða mín um stund, því að vart myndi eg gleypa hann með húð og hári, þótt við skiftumst á orðum. Þetta virtist hafa áhrif á karl, þótt eigi kæmu þau mér að tilætluðum notum, því að nú var annaðhvort, að fönnin gleypti hann eða þá, að hann varð uppnuminn. Eg skildi ekkert í þessu og hraðaði mér þangað, sem maður- inn hafði síðast staðið. „En, þegar átti til að taka, tóman fyrir sér hitti’ ’hann klaka“. Manninn sá eg hvergi og það, sem verra var, ekki eitt einasta spor var sjáanlegt í snjónum. Skildi eg nú á svipstundu, hvers kyns var. Samtímis varð eg þess var, að á mig sótti svefn. Langaði mig til þess eins, að kasta mér niður í snjóinn og sofna, en var þess þó jafnframt vitandi, að slíkt var hið mesta óráð. Hugsaði eg eitthvað á þá leið, að eigi skyldi fjandi sá geta hrósað happi yfir því, að eg gæfist upp á miðri Vestdalsheiði og svæfi mig í hel. Drattaðist eg nú áfram um stund, þannig að tvísýnt var, hvort betur mætti, vitið, sem skipaði mér að skreið- ast áfram, eða löngunin til þess að leggjast fyrir. Gekk á þessari togstreitu, unz eg komst til bygða. Þá brá svo við, að eg komst undan áhrifum þessarar f jallavættar með öllu, og náði til Eiða í þann mund, er menn risu þar úr rekkju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.