Morgunn - 01.12.1934, Page 78
204
MORGUNN
efni, hvort til séu kirkjudeildir, stjórnmálaflokkar og-
vísindalegir eða trúarlegir sértrúarflokkar hinumegin,
,eða hvort hjátrú Vísindanna og guðfræðinga haldist
þar enn við. Að vísu spyr vinur vor ekki um þetta síð-
asta, því að hann hefir aldrei heyrt getið um hjátrú
annara en ,,heiðingja“ og „spiritista" — en í hans aug-
um eru hinir síðarnefndu náfrændur heiðingjanna.
Um eins mikilvægt atriði eins og endurholdgun,
s,em vinur vor lætur sig heldur engu skifta, eru kristnar
kirkjur varfærnislega þögular. Og það þrátt fyrir að
henni var alment haldið fram alt þar til á kirkjuþinginu
í Nikeu; með öðrum orðum í nokkurar aldir eftir daga
Krists, sem sjálíur lét orð falla um hana, eftir því sem
séð verður, jafnvel á ófullkomnum frásögnum guðspjall-
anna. Klerkdómur og kirkja óttast, eins og fyrirrenn-
arar þeirra, að haldið á mönnunum muni glatast, ef þeir
fengju að vita, að þeir ættu fleira en eitt líf fyrir höndum.
Litli mann-dvergurinn var tekinn óljóst að átta sig
á, að ,,trú“, eins og bróðir hennar ,,innsæi“, séu óstöð-
ugir áttavitar. Áttin, sem segullinn dregst að, breytist
eftir því, hverrar tegundar trúin er. Mannleg ,,trú“ og
mannlegt ,,innsæi“ eru hvorugt óskeikult. Væri svo, þá
væri þegar leyst úr öllum mannlegum vandaspurning-
um — þar á meðal spurningum vinar vors litla — og
vér værum öll orðin að sjálfhreyfivélum!
En jafnvel hann æskir þess elcki. Jafnvel „skyn-
semin“, sem þessum spyrjandi litla vini vorum verður
svo tíðrætt um og hann trúir svo einlægnislega á, er
ekki óskeikul; enda er hún frekar túlkur en höfundur.
Ef til vill er hún skeikulari flestu öðru, er hún getur ekki
einu sinni losað vísindamanninn við hjátrú.
Búdda var ekki einungis aðal stuðningsmaður skyn-
semistrúar, heldur var hann manna mestur eiviti (agnos-
tic), og því rangnefni mundi vestrænn heimur nefna
hann nú, ef hann vissi nokkuð um heimspeki hans. En
hann var einungis eiviti í þeim skilningi, að hann var