Morgunn - 01.12.1934, Qupperneq 87
MORGUNN
213
og veit, að hann er lítill, dáinn maður — en þó mjög vel
lifandi. Hann lítur umhverfis sig, til þessað aðgæta, hvað
unt sé að sjá, og hlýða á það, sem unt sé að heyra í þess-
um heimi, sem í fyrstu virðist svo líkur þeim, sem hann
hefir nýlega farið úr, að það veldur vonbrigðum.
Og þó eru það ekki ,,vonbrigði“ ein. Hér er svo hlýtt
og „jarðneskt“, að hann kann undir eins við sig. Hann
hafði helzt búist við — að því leyti, sem hann hafði búist
við nokkru —, að hann myndi sjá hér heilmikið af kyn-
lausu fólki, sem reikaði um í náttkjólum, léki á hörpur
og syngi sálma.
I þess stað sá hann hér konur og karla, sem voru
næsta líkir honum sjálfum, að öðru leyti en því, að þeir
virtust yfirleitt laglegar búnir. Þó þykir honum með sjálf-
um sér vænt um að hitta hér menn, sem enn eru með
harða hatta og þennan klunnalega og óþægilega karl-
mannafatnað, sem notaður er ,,neðra“, eins og hann er
nú tekinn að nefna jörðina, sem hann hefir fyrir skömmu
yfirgefið. (Það er ekki fyr en löngu síðar, sem hann upp-
götvar, að kvenfólkið þarna vefur yndisleg, glitrandi
fataefni sín og bókstaflega ,,skapar“ þau úr eternum
með hugsun sinni.)
Hann hefir þegar fengið vitneskju um, að staður-
inn, þar sem hann vaknaði, var hæli til þess að taka við
sálum, sem höfðu losnað við „þennan dauðans líkama“,
og að þessir gáfulegu og samúðarfullu menn og konur
voru læknar og hjúkrunarkonur, sem hafa valið sér þetta
starf, hér á þessum stað, þar sem hann er nú óðum að
átta sig á, að valfrelsi hans er langtum meira heldur en
í hinum ljóta verzlunarheimi, sem hann er farinn úr.
Þótt hann viti það ekki enn, þá hefir hann verið losaður
á þessari „fæðingarstofnun“ við astral-skelina, og er þess
nú umkominn að færa sér í nyt óendanlega hærri sveifl-
ur astral-heimsins með astral-lílcama sínum.
Hann rennir huganum til þess, hvað konan hans
Wuni nú vera að gera neðra og börnin litlu, og hugsar til