Morgunn - 01.12.1934, Blaðsíða 89
MORGUNN
215
Pilturinn horfir á hann rólega, en virðist þó vera
mikið niðri fyrir, og svo segir hann alt í einu:
„Þekkir þú mig ekki, pabbi?“
Jú — nei — jú. Jú — það er Jim— drengurinn hans.
En hvað hann hefir vaxið! Það er ekki hægt að þekkja
hann fyrir því, hvað hann er orðinn stór. Hann hafði
einhvern veginn hugsað sér, að fólk mundi ekki vaxa í
næsta heimi, heldur ávalt vera eins — smábörn; gamlir
menn; ungar telpur, að eilífu, amen.
En nú eru tíu ár liðin síðan hann sá Jim lagðan í
sína kistu, og nú er Jim myndarlegur, tvítugur maður —
og honum þykir vænt um að sjá hann og heyra hann
segja:
,,Eg held að það sé bezt, að þú komir heim með mér,
pabbi“.
IV.
Stjórnmál í astral-heiminum.
Áður en eg kem að því, sem mikilvægast er alls á
astral-svæðinu — þ. e. a. s. listum og trúmálum og þeirri
rannsókn á náttúrulögmálum, sem vísindi nefnast, þá
langar mig til þess að minnast fáum orðum á efni, sem
að minsta kosti á vorum dögum er dægurmál eitt og fá-
sinna. Eg á við stjórnmál.
Það eru aðeins tvens konar málefni, sem sjaldan er
hægt að ræða um æsinga- og hleypidómalaust á jörðu.
Annað eru stjórnmál. Hitt eru trúmál.
Mér virðist ástæðan fyrir þessu vera augljós.
Stjórnmál í heimi, þar sem hagfræðileg mál eru á
ringulreið, og hagfræðingarnir á enn meiri ringulreið,
fást í bókstaflegum skilningi við það, sem menn þurfa
til framfærslu lífsins. Trúmál fást við málefni dauðans.
Þessi mál skipta að sjálfsögðu ákaflega miklu fyrir
mennina, enda innilykja þau í raun og veru öll önnur
mál.