Morgunn


Morgunn - 01.12.1934, Page 97

Morgunn - 01.12.1934, Page 97
M0R6UNN 223 stað á jörðunni, sem áður hefði ekki þekst — og annað ekki. Frásagnirnar ,eru mismunandi eftir þeim sviðum, sem frásögumaðurinn hefir komið frá, eins og jarðnesk- ar frásagnir mundu vera eftir löndunum, sem lýst væri. Þessar frásagnir, sem nú á tímurn koma altaf meira og meira gegnum beinar raddir, eins og er maður talar við mann, eru í furðulega miklu samræmi hver við aðra, jafnvel um smáatriði. Mismunurinn kemur helst þar fram, sem búast mætti við — þar sem skoðanamismun- ur kemur til greina. Um málefni ,eins og „trúarbrögð", „stjórnmál“, ,,listir“, o. s. frv. Eg er viss um, að einn mesti örðugleikinn við að fá nákvæmar skýrslur um daglegt líf hinumegin, stend- ur í sambandi við, hvað rótgrónar vorar eigin hugmyndir eru um lífið, er vér höfum glapist af aldagömlum guð- fræðilegum hugtökum, og neitum því blátt áfram að fara með þessa íbúa eins og samskonar verur og vér sjálf erum — að vísu ekki verur með holdi og blóði, en þó skylda anda. Séum vér efasemdamenn þraukum vér við að líta á þá sem „staðlausa heimsku“, sem ekkert mark sé á takandi. Aftur eru aðrir svo heimskulega trúgjarnir, að þeir skipa þeim lítið fyrir neðan englana, en þó fyrir ofan alla engla, sem vér höfum áreiðanlegar fregnir af. Ef vér gætum komið fram við þá ,eins og þeir að jafnaði óska að koma fram við oss, viðfeldnislega eins og félagar og vinir ættu í hlut, þá myndu þeir ekki „ör- vænta. um að geta látið oss skilja“, eins og eg hefi þrá- faldlega heyrt þá segja. Allir, sem verið hafa á sam- bandsfundi, munu skilja hvað ,eg á við, og minnast þeirr- ar gagngerðu breytingar, sem orðið hefir á annars skyn- sömum körlum og konum, er þau hafa orðið nærri því að fávitum, hvort sem það voru fávitar efasemdanna eða trúgirninnar. „Vitsmunalegur móttækileiki“ er sjaldgæfur á sam- bandsfundi. f þess stað er oft heimskuleg afsögn við því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.