Morgunn - 01.06.1936, Síða 38
32
MORGUNN
er merkilegra, að þau, orðin sjálf, skuli vera rjett höfð
eftir á miðilsfundi suður í Reykjavík.
Niðurstaðan af samanburðinum verður þá í fám orð-
um þessi: Af 11 atriðum frásagnarinnar reynast:
7 alveg rétt,
2 eiga við annan atburð daginn áður,
1 er ágizkun, sem reynist röng, og
1 er ekki hægt að gera út um, hvor aðilinn fer
rétt með.
Nú liggur vitanlega næst fyrir að spyrja: Hvernig
hefir rödd, sem talar gegnum miðil suður í Reykjavík,
getað fengið svona glögga hugmynd um atburði, sem
gerzt hafa austur á Norðfirði, þegar engin bréf hafa enn
borist að austan á þessu tímabili?
Eg tel hugsanaflutning alls ekki geta komið til greina.
Til þess þyrfti sýn konunnar minnar, er hún sér bróður
sinn koma, og heyrn hennar, er hún talar við hann, að
vera hvorttveggja ofskynjanir. En ef svo er, hvað á þá
að segja um það, sem barnið sér? Fram hjá því verður
ekki gengið sökum þess, hve snemma það kemur fyrir;
þá er Þóra ekki komin í neitt annarlegt ástand, þó að frá-
sögn hennar bendi til þess, að hún hafi lengst af sjálf
verið utan hins jarðneska líkama, frammi á gólfinu. Mér
þykir með öllu útilokað, að tveir menn sjái sömu skygni-
sýnina samtímis, ef enginn veruleiki er þar á bak við. Ef
maður á nú að hugsa sér hugsanaflutning sem orsök þess,
sem fram kemur á miðilsfundinum, er óhjákvæmilegt að
ganga út frá því, að sá hugsanaflutningur stafi líka frá
barninu. En nú vandast málið fyrir alvöru. Það
hefir ekkert komið fram, sem sanni þá staðhæf-
ingu, að hugsanir manns „fljúgi um í loftinu ár og
síð og alla tíð“, en vér skulum nú samt gera ráð fyrir að
svo sé. Þá væru ekki eingöngu hugsanir Þóru og litlu
stúlkunnar, heldur hugsanir þúsunda annara manna svíf-
andi utan um miðilinn á fundinum. En hvers vegna velj-
ast þá endilega úr þær, sem standa í sambandi við „of-