Morgunn - 01.06.1936, Page 39
MORGUNN
33
skynjanir" þeirra dagana 13. og 14. marz? Hvers vits-
munir eru þar að verki? Og hvað eigum vér þá að gera
við atburðinn á skrifstofunni ? Hvernig stendur á því,
að þetta vitsmunaafl, sem tínir hugsanirnar saman og
setur þær fram á vörum miðilsins, skýrir rétt frá þeim,
en bætir svo við beinum ósannindum um það, hverjir séu
að verki og gefur ramvitlausa skýringu á því, sem ger-
ist? Bæði þessi ósamkvæmni og eins hitt, að svona magn-
aður hugsanaflutningur hefir yfirleitt ekki sannast, ger-
ir þá skýringu óhæfa.
Þá er aðeins ein skýring til og hún er sú, að Benja-
mín hafi í raun og veru farið úr líkamanum og austur á
Norðfjörð til að hjálpa systur sinni, líkt og biskupasög-
urnar segja um Guðmund góða. M. ö. o. að hér hafi átt
sér stað sálfarir. Með því móti verða öll atriði skýrð á
einfaldan hátt. Þóra segir frá því, sem hún sér og heyrir,
°g Heizig og aðstoðarmenn hans nota sér miðilsgáfu
Benjamíns sjálfs til þess að lýsa því frá sinni hlið, en í
sambandinu blandast saman frásögn um tvær ferðir.
Eg vil taka það fram, án þess að fara lengra út í þá
sálma, að fjarvera manna utan líkamans hefir fengið all-
mikla staðfestingu í reynslu manna á síðari árum. Um
bað vil eg vísa til síðasta kaflans í bók minni og ótal rit-
gerða eftir ýmsa höfunda.
Eg spurði áðan í sambandi við söguna um Guðmund
góða, hvaða þýðingu þessar sögur gætu haft. Hins sama
má spyrja í sambandi við það, sem eg nú hefi verið að
skýra yður frá.
1 fyrsta lagi er þetta mér staðfesting þess, að svip-
aðar frásagnir fornra bóka, eins og t. d. Guðmundar sögu,
°S sögur um ýmsa nútímamenn víðsvegar um heiminn,
séu sannar í aðalatriðum.
1 öðru lagi eykur þetta þekkingu mína á manninum
ems og hann er þegar í þessu lífi, í hinni jarðnesku til-
veru. Það sýnir að hann er ekki eins háður líkamanum
°S venjulega er talið, að hann getur hugsað, starfað og
3