Morgunn - 01.06.1936, Side 40
34
MOEGUNN
skynjað „í fjarlægð líkamans með krafti andarinnar“,,
eins og biskupasögurnar orða það. En þetta, að maður-
inn getur lifað, hugsað og skynjað, m. ö. o. lifað fullu
meðvitundarlífi utan við líkamann, bendir óhikað til hins,
að hann geti gert hið sama, þótt hann slitni alveg frá
líkamanum, skilji við eða deyi, sem kallað er. Samkvæmt
því gerir líkaminn svipað gagn hér á jörðinni og kafara-
búningur niðri í sjónum. Meðan kafarinn er niðri í djúp-
inu er honum nauðsyn að vera í slíkum búningi, en hann
getur varpað honum af sér, þegar upp á yfirborðið kem-
ur. Hann getur gert það um stundarsakir, en líka fyrir
fult og alt. Sjálfur maðurinn er þannig alveg óháður því
gervi, sem hann notar niðri í sjónum.
Er það ekki dásamleg og furðuleg tilhugsun, vinir
mínir, að vér mennirnir séum ekki háðari líkamanum en
kafarinn er búningi sínum? Vér getum — og gerum það
vafalaust oftar en vér vitum af — lagt hann til hliðar og
farið í hinum andlega líkama einum víðsvegar um heim-
inn, ef til vill til þess að hjálpa einhverjum, sem eiga
erfitt. Og þegar að því kemur að þessi búningur skemm-
ist, slitnar eða eyðilegst, þá höldum vér áfram að lifa á
því sviði tilverunnar, þar sem ekki er þörf fyrir kafara-
búning hins jarðneska heims.
1 mínum augum er þetta enn einn vottur þess, hvern-
ig guð hefir gert tilveruna úr garði með enn meiri dá-
semdum en oss venjulega grunar. Þess vegna vil eg taka
undir með Guðmundi góða Arasyni: „Drottinn vinnur
það er hann vill; hans nafn sé blessað um veraldir“.