Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 49
MORGUNN
43
^ fundinum var í einu hljóði samþyktur samvinnugrund-
völlur, fyrir báða aðila, og vil eg ryfja hann hér upp.
1) Vér trúum því, að Jesús Kristur, þá er hann var
hér á jörð, hafi sannað framhaldslíf með því að
hann talaði við svokallaða dána menn (Móse og
Elías) og með því sjálfur að koma aftur til fylgis-
manna sinna eftir líkamsdauða sinn.
2) Vér trúum því, að á vorum dögum hafi fjöldi manna
fengið fullvissu um framhaldslíf með sálrænum
sönnunum.
3) Vér trúum því, að til þess sé ætlast, að vér leitum
huggunar, fræðslu og leiðsagnar með sambandi við
þá, sem eru á öðrum tilverustigum.
4) Vér trúum því, að vér eigum að búa oss undir slíkt
samband með bæn og hugleiðing, eins og vér reynd-
ar ættum að gera á hverjum degi, áður en vér kom-
um til fundar við aðra menn.
Eg get ekki stilt mig um að benda á, hve þessi grund-
vallaratriði eru frábærlega vel valin og einmitt líkleg til
geta sameinað þetta tvennt, kirkjuna og spíritismann,
langt út fyrir þau takmörk, sem þessi nýi mjög eftirtekt-
arverði samstarfs félagsskapur nær, og að síðustu get eg
hugsað mér að fullu og öllu, eða eg vil heldur segja, að
eS get ekki hugsað mér annað en að svo hljóti að verða.
Höfuðkosturinn er það, að hér er held eg nokkuð tæm-
ahdi tekið fram það, sem eru aðalatriðin fyrir hvoru-
tveggja, kirkjunnar menn og spíritista, og því ætti að
Vefa auðvelt að sameinast um, en sleppt aukaatriðum, sem
t>ótt merk kunna að vera í sjálfu sér, hagga á hvorugan
Ve£ aðalatriðunum til að valda ágreiningi.
Fyrsta atriðið, að Jesús Kristur hafi sannað fram-
aldslíf með sambandi milli tilverustiganna, því er hann
sJálfur í jarðlífi sínu hafði við framliðna menn og læri-
Sveinar hans höfðu við hann eftir upprisu hans, er í raun
°S veru aðalgrundvöllur kristindómsins, því að undir eins
°S lærisveinarnir hófu boðskap sinn, bygðu þeir hann