Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Page 50

Morgunn - 01.06.1936, Page 50
44 MORGUNN fyrst og fremst á því, að hann væri upprisinn og þeir væru vottar að því; hann hafði birzt þeim. Og þar sem nú sannað framhaldslíf er einnig aðalverkefni spíritism- ans, þá gegnir eiginlega furðu, að nokkur ágreiningur skyldi þurfa að verða, að þessi auðsæi skyldleiki í skoð- unum skyldi ekki þegar í öndverðu sameina þessa tvo að- ila til samstarfs. En það, sem á milli hefir borið, er þetta, að kirkjan hefir viljað láta frásögur nýja testamentisins um upprisu Jesú vera næga sönnun, og með tilvitnun í gamla testamentið talið aðferðir spíritista til að sanna framhaldslífið með sambandi við framliðna vini vanhelg- ar og óleyfilegar samkvæmt guðsorði. Um hið síðara þarf ekki að fjölyrða, það er svo oft búið að sýna fram á, hve fjarri sanni það er, að það sama, sem Jesús sjálfur átti þátt í, sé nú óleyfilegt. Enda munu nú þau mótmæli frá kennimönnum og öðrum kirkjulega sinnuðum mönnum orðin kraftlaus með öllu, þó að enn muni þau heyrast frá ýmsum. En hitt, að frásögur nýja testamentisins séu næg sönnun, væri sanni nær, en þar við er sú athugasemd, að þær sögur eru svo gamlar, að það gefur efagjörnum mönnum nægilegt tilefni til þess að draga þær í efa, enda hefir það verið gert í ríkum mæli og annars vegar líka reynslan sú, að mesti f jöldi — nú á tímum ef til vill meiri hluti — kristinna manna hefir ekki, hve feginn sem vildi, getað bygt trú sína og von á þeim, og jafnvel mjög alvar- legir kennimenn, sem hafa átt að gera og gert sér far um að styrkja trúna hjá öðrum, hafa sjálfir komist í trúar- þrot þegar á reyndi, að eiga að loka augum hjartkærustu ástvina, og hafa þá í angist sinni mátt hrópa: Eg trúi, en hjálpa þú vantrú minni, og taka undir með trúarskáldinu okkar mikla: Víst er eg veikur að trúa, veiztu það, Jesú, bezt. Og á öðrum stað: Þá trú og þol vill þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reyrinn brotna og rétt mér þína hönd. Með hverju á þá að reisa við reyrinn brotna, þegar kirkjunni ekki tekst það með kenningum sínum og öðrum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.