Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Side 76

Morgunn - 01.06.1936, Side 76
70 MOKGUNN Eg sagði henni, að það gæti vel verið, að hún sæi þá einhvern tíma; að hún kynni líka að geta heyrt til þeirra; en þó að hún gæti það ekki, þá mundi hún geta fundið, að þeir væru í kring um hana. Hún var líka gædd sjaldgæfum sálrænum hæfileikum, sem lágu í leyni, en virtust ekki þurfa annað en að hennar eðli vaknaði til þess að þroskast og sýna henni veruleikann í þjónustu englanna. Eg hafði ekki verið í húsinu fullan mánuð, þegar hún sagði mér, að hún hefði séð þessa skínandi engla í draumi. Nokkurar nætur þar á eftir dreymdi hana þá, og hún hlakkaði mikið til að sofna, vegna þess að þessir draumar færðu henni svo mikla hughreysting. Og einn morgun þegar eg fór inn í herbergið hennar til þess að spyrja hana, hvernig hún hefði sofið, þá sat hún uppi í rúmi sínu, augu hennar dönsuðu af fögnuði og hún klappaði saman höndunum. „Hvað heldurðu? Hvað heldurðu?" sagði hún, með mikilli kæti, „eg hefi séð einn af skínandi englunum!“ „í draumi?“ spurði eg. „Nei, það var ekki draumur; það var verulegt“, svar- aði hún. „Engillinn stóð við rúmið mitt, þar sem þú stend- ur nú, og talaði við mig“. „Og hvað sagði engillinn við þig?“ „Hann talaði við mig um kærleik guðs, eins og þú hefir gert, og hann lét mig finna það, að guð elski mig í raun og veru. Og hann sagði mér, að eg ætti líka að verða skínandi engill einhvern tíma, og að eg mundi geta farið um eins og þeir. Ó, eg er svo glöð, af því að eg veit, að þetta er alt áreiðanlega, áreiðanlega satt“. Hún klappaði saman höndunum og eg klappaði líka saman mínum höndum, og þakklætisbæn steig upp frá hjarta mínu fyrir það, að henni hefði auðnast að komast í félagsskap englanna, því að eg vissi, að þeir mundu færa henni meiri hughreysting og frið en jarðneskir vinir hennar gátu veitt henni. Eftir þetta leið varla svo nokkur dagur, meðan eg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.