Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 78
72
M ORGUNN
ilinn alveg eins og eg“, sagði dóttirin, „því að nú vita þaur
pabbi og mamma, að þetta er ekki eingöngu ímyndun mín“.
Mér þótti mjög mikið fyrir því að fara frá henni, því
að hún var orðin ljúf og elskuleg stúlka. Hún grét, þegar
eg kvaddi hana og sagði, að mikið mundi hún sakna mín.
„En þér mun aldrei finnast þú vera eins einmana eins
og þér fanst áður“, sagði eg. „Þú hefir alt af englana til
að hughreysta þig“.
„Já, eg veit það“, svaraði hún og glaðnaði yfir henni.
„Þeir hafa lofað mér því að svo lengi sem eg lifi, skuli
þeir aldrei bregðast mér, og þegar eg sé dáin, skuli eg alt
af vera með þeim“.
XIII.
Þegar menn gera sér það ljóst, hvort sem það eru
karlar eða konur, að dauðinn sé í nánd, þá held eg að þeir
sýni það, fremur en nokkurn tíma endra nær, hvernig þeir
eru í raun og veru skapi farnir. Þá virðist mér sálin
fleygja til hliðar öllu því, sem notað hefir verið til þess að
hylja hið sanna eðli hennar, og sýna sjálfa sig eins og
hún er í raun og veru, hvort sem hún er nú fögur eða Ijót.
Og sálin sýnir sig þá greinilegar fyrir hjúkrunarkonunni
en jafnvel fyrir lækninum eða prestinum. Því að sjúkl-
ingurinn er að öllum jafnaði nokkuð búinn undir heimsókn
læknisins eða prestsins. Þá gera sig oft gildandi venjur æf-
innar og sálin verst allri eftirgrenslan. En það er ekki
hægt að halda þessari grímu allar þær löngu stundir, sem
hjúkrunarkonan er að sinna sjúklingnum; allra sízt er
það hægt, þegar maðurinn, sem hefir fengið hina hræði-
legu stefnu, getur ekki sofið á nóttunum, og er að glíma
við spurninguna: Hvað verður eftir dauðann?
Þá kemur í ljós sá mikli munur, sem er á þeim, er
hafa fengið viðunandi svar við þessari spurningu, og hin-
um, sem ekki hafa fengið það. Dauðinn hefir, ekki síður
en lífið, kent mér það fyrir löngu, hve afar mikilvæg trú-
arbrögðin eru; trú, sem er vakandi og er ekki eingöngu