Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 89
MORGUNN
83
væri allur í molum eða brotum. „Eg veit ekki, hvernig eg
get gert ykkur þetta skiljanlegt“, hélt hann áfram. „Hugs-
ið ykkur að þið sæuð marga samliggjandi þræði, hugsið
ykkur ennfremur að einhver hefði klipt þá alt í einu í
sundur, en þeir stæðu uppi eins fyrir því; eg ræð ekki við
neitt meðan þetta er svona, eg verð að fara“. En við
þurftum ekki að bíða lengi eftir skýringu á þessu atviki.
Brátt var farið að tala af vörum frúarinnar. Rödd þess
er talaði var óvenju þróttmikil og sterk, er hann ávarp-
aði okkur.
„Ykkur þykir þetta sennilega einkennilegt, er Jakob
hefir verið að segja ykkur frá, en í raun og veru er það,
sem hann var að lýsa fyrir ykkur, ekki annað en táknræn
mynd úr lífi margra manna, alt of margra, þeirra er hafa
Iiðið skipbrot á lífi sínu. Hafið þið ekki einhver kynzt
einhverjum slíkum, sem slíka sögu gætu sagt? Svona hef-
ir líf mitt verið í molum — í brotum, bætti hann við grát-
blöndnum klökkva, — ekki aðeins mitt eigið líf, eg hefi
leitast við að fara þannig með líf annara, eg hefi haft
nautn af því, svona djúpt var eg sokkinn, en góðum guði
sé lof, nú hafa augu mín opnast, nú eygi eg annað hlut-
verk fram undan, nú á eg eina þrá, þá að geta orðið þeim
að liði, sem eg og fleiri hafa leikið þannig, öllum þeim,
sem eru forsælumegin. Guð almáttugur launi ykkur fyrir
Það, sem þið hafið fyrir mig gert. Guði sé lof fyrir tæki-
færið, sem mér hefir verið veitt“. Hann hvarf svo aftur
úr sambandinu.
Ekki reyndist unt að gera neitt frekara fyrir fundar-
gestina að þessu sinni, en eitt er víst, þeir fóru jafn-
ánægðir af fundi þessum fyrir því, innilega glaðir yfir
Því að fá að leggja sinn skerf til þess að geta fullnægt
þörf og þrá þreytts og hjálparþurfa bróður.
Tíminn leið, en eitt var eg sannfærður um, það að
bann myndi eiga eftir að segja meira, og sú sannfæring
ftiín hefir nú fengið staðfestingu. Eg hafði um þetta leyti
beðið frúna um einkafund einhverntíma á nálægum tíma,
6*