Morgunn - 01.06.1936, Síða 90
84
MORGUNN
í því skyni að gefa einhverjum horfinna vina minna tæki-
færi til þess að segja mér eitthvað, eða þá að koma orð-
um til annara vina sinna. Þetta tækifæri hlaut eg þ. 3.
jan. síðastl. Sveinbjörn, eiginmaður frúarinnar, var með
okkur á fundi þessum og skrifaði niður það, er gestur sá
hafði að segja, er að þessu sinni ávarpaði mig. Eg fann
strax að fundur þessi myndi verða með nokkuð öðru sniði
en fundir frúarinnar venjulega eru. Stjórnandi frúarinn-
ar rabbaði við mig um hríð. Kvað hann tilgang þeirra
vera að þessu sinni að hafa fund þennan með nokkuð öðru
sniði en venjulega, þeir ætluðu að gera tilraun til þess að
hafa þetta fræðslufund, þar sem reynt yrði að varpa ljósi
yfir ábyrgð þá, sem lífsstefnuvalinu fylgdi og afleiðing-
ar hugsana, orða og verka. Þessi tilraun væri gerð með
það fyrir augum að reyna til að auka skilning manna á
afleiðingum yfirsjónanna og misskilningsins í von um
það, að þær bendingar gætu máske orðið einhverjum íhug-
unarefni og forðað einhverjum frá því að varpa sér út í
hringiðu léttúðar og kæruleysis. Ef þessar tilraunir tækj-
ust, mundu þeir sennilega reyna til að stofna til fleiri
slíkra funda. Jakob talaði næst við mig, hann kvaðst ekki
mundu taka mikinn þátt í fundi þessum, öðrum væri ætl-
að að hafa orðið. Sagði hann mér að sá, er mundi tala við
mig, væri látinn standa nokkuð fyrir aftan frúna, frammi
fyrir einkennilegri og all margbrotinni vél, — vél þessi
væri í sterku kraftsambandi við einhverja fjarlægari stöð,
er hann kvaðst ekki geta greint, en frá þessari vél væru
sendir sterkir kraftstraumar á talfæri miðilsins, er væru
látin endurvarpa því, er hann segði, en hann talaði ekki
gegn um hana á sama hátt og hann eða venjulegt væri.
Jakob hvarf nú á brott, en rétt á eftir var farið að
tala af vörum frúarinnar með sterkri og þróttmikilli
rödd, og þekti eg þegar að það var rödd þess, er hafði
ávarpað okkur á fundinum þann 28. okt. síðastl. ár. Nú
læt eg hann sjálfan hafa orðið: