Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 94
88
MORGUNN
í'otnandi ski’okkinn af sjálfum mér, en það varð árangurs-
laust, mér var ekki unt að nota hann á sama hátt og áður,
dýrseðlið ólgaði í sál minni, eg varð að fullnægja því með
einhverjum ráðum. En fann, að eina ráðið til þess að full-
nægja kvalaþorsta nautnanna var, að reyna til að sötra
eiturdreggjar þeirra gegnum þetta hismi, er mér fanst
jarðlífslíkami mannanna vera orðinn, sötra eiturveigarnar
í gegnum þá, öðruvísi kunni eg ekki að beita kröftum
mínum, eg fann mörg tækifæri til slíks, allt of mörg.
Tíminn leið. Eg veit, að þið skiljið, að þetta gerðist;
ekki alt á fáum augnablikum eða í einu vetfangi. Hversu
langur hann var, hversu lengi eg lifði í slíku ástandi, veit.
eg ekki, eg veit að eins eitt, að hann var voðalegur, ægi-
lega langur, ó, drottinn minn, hann var hræðilegur. Eg
var ekki lengur einn. Eg hitti fleiri á líku þroskastigi, með-
sömu kenndir og sömu langanir, er leituðust við að stunda
sömu iðju; við bárum okkur saman, við ræddum ýmsar að-
ferðir, við flyktumst utan um lifandi menn, þá sem ennþá
voru í jarðneskum líkama, sem leituðu sér fullnægingar i
nautnalindinni; við vöfðum okkur utan um þá eins og
slöngur, festum okkur við þá eins og blóðsugur, við æst-
um þá og tryltum þá til þess að sökkva sér sem dýpst nið-
ur í fen niðurlægingarinnar, en árangurinn, ennþá meiri
kvöl. Stundum, er við vorum að fremja slíka iðju, var eins
og við hrykkjum við; við engdumst sundur og saman af
kvöl, það var engu líkara en glóandi logar eða rafmagns-
neistar hefðu snortið okkur, en æfinlega er þetta gerðist,.
mistum við tökin á fórnarlömbum vorum, og það var eins
og þeir, sem við höfðum ásótt, hyrfu inn í sjálfa sig. „Við
náum þeim aftur“, sögðum við okkar á milli, við kunnum
ýmsar aðferðir til þess að lama vilja þeirra og brjóta mót-
stöðuþrekið á bak aftur, örva nautnaþorstann, og okkur
tókst það oftast nær, eftir að við höfðum einu sinni náð
tökum á þeim. En af einhverjum ástæðum smáþyntist hóp-
urinn, félagar mínir hurfu út í myrkrið, eg varð aftur
einn. Hvað gat eg gert? Eg ráfaði eins og dauðþyrst hind