Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 105
MORGUNN
99
kvað hann vera þar. Eg sagði honum þá, að við værum að
leita að honum, og þyrftum endilega að finna hann nú þeg-
ar. „Það getur ekki orðið af því nú þegar“, svaraði hvít-
klæddi maðurinn, „en hún móðir þín fær að hitta hann
fyrst, á undan þér, svo ert þú næstur“. Mér þótti allmikið
fyrir þessu, að fá ekki að hitta hann strax, og varð hálf
angurvær yfir þessum málalokum, en eg fann eigi að síður,
að þessu yrði ekki um þokað, en fór samt að svipast um
eftir einhverjum stað, þar sem við gætum beðið, unz við
^engjum að hitta hann. En eg hætti brátt að hugsa um
Það, að við yrðum að fara burt af þessum stað. Eg var sem
heillaður af þeirri óumræðilegu fegurð, er bar fyrir augu
mín, eg drakk unað og fögnuð líðandi stundar, eins og
hyrstur maður teygar svaladrykk og gleymdi öllu öðru en
Því, að þarna var gott að vera. Því næst vaknaði eg.
I sambandi við þennan draum skal eg geta þess, að
faðir minn andaðist 10. marz 1892, sama veturinn og mig
cireymdi hann, en móðir mín lézt 25. ágúst árið 1910.
Reyndist það þannig rétt, að hún fékk að finna föður
minn á undan mér, hvort sem eg verð svo næstur. það
leiðir tíminn í Ijós. Hin systkini mín, sem eru þrjú, komu
ekkert inn í drauminn að öðru leyti en því, að móðir mín
skildi þau eftir heima.
Guðað á gluggann.
Eg tel einnig rétt að segja ykkur frá öðru atviki er
kom fyrir í sambandi við dauða föður míns.
Eg var ekki heima þegar faðir minn lézt. Foreldrar
aiínir höfðu lánað mig að Yzta-Bæli (svo heitir bær einn
nndir Austur-Eyjafjöllum). Bóndi.nn þar var orðinn gam-
all og þrotinn að kröftum, hét hann Guðmundur. Átti eg
að hjálpa honum við skepnuhirðingar og aðra snúninga.
Ekki var þar annað fólk en eg og þau hjónin.
10. marz þennan vetur reru öll skip til fiskjar, er
gerð voru út undan Austur- og Vestur-Eyjafjöllum. Að-
faranótt þessa dags varð faðir minn fárveikur, svo að
7*