Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Page 112

Morgunn - 01.06.1936, Page 112
106 MORGUNN þeirra og segir í mildum og ástúðlegum rómi: „Hérna átt þú að vera“. Að svo mæltu gekk hann á burt. Eg stóð um stund fyrir utan tjaldið mitt og virti fyrir mér hina óum- ræðilegu fegurð, sem engin orð fá lýst. Eg sá margt fólk fyrir utan tjöldin og inni í þeim, en þekti engan þar. Eg vaknaði upp af þessari leiðslu, en það sem mest var um vert — eg vaknaði heilbrigður, þoka efasemd- anna hafði gufað upp í sólskini eilífðarvissunnar og guðs- traustsins, er fylti sál mína sumardýrð ljóss og birtu. Með einhverjum óskiljanlegum hætti hafði eg fengið svar við öllum spurningunum mínum. Hvernig þetta gerðist get eg ekki sagt ykkur eða skýrt, en mér er það ei að síð- ur dásamlegasti veruleikinn. Eg mintist á það fyr í erindi mínu, að umliðin ár hefði ýmislegt einkennilegt og mér þá lítt skiljanlegt kom- ið fyrir mig. Eg ætla þá þessa stund, sem eg á eftir að rabba við ykkur, að segja ykkur frá einhverju af því, en ;sumt af því verður að bíða betri tíma. Þið kannist öll við fyrirbrigði þau, er menn nefna fyrirboða, eða skugga þess er verður. Þeir koma á ýmsan hátt eins og þið vitið, stundum þannig að manni virðist að manni sé sýnt með einhverjum hætti inn í ókomna tímann og þá einatt á líkinga- og táknmáli dulræðra drauma. Árið 1916 dreymdi mig að eg sæti á rúminu mínu og hélt á tveim skrautkertum, sínu í hvorri hendi, og var ljós á báðum, en ljósið á öðru kertinu dó því nær sam- stundis og gat eg ekki kveikt á því aftur, hvernig sem eg reyndi, svo að eg hlaut að leggja það frá mér og þótti mér all-miklu miður. Nokkurum dögum síðar sagði kona mín mér að hún væri þunguð. Svo leið tíminn, unz hún ól tvíbura; annar þeirra lifði ekki nema 6 daga í þessum heimi. — Þóttist eg þá skilja, hvað mér hafði verið boð- að með skrautkertunum áðurnefndu. Eg ætla nú þessu næst að segja ykkur frá áþekku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.