Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 128
122
MORGUNN
hvað hann skilur við þetta orð, þegar hann notar það í
þessu sambandi. Samkvæmt orðabók Blöndals hefir það
þrjár merkingar: sjónhverfingar, gerningar og kák. Hver
merkingin sem lögð er í orðið, er harla ólíklegt, að land-
læknir vilji veita slíku athæfi þann stuðning, sem í lækn-
ingaleyfi er fólginn. Sálrænir lækningamenn mundu alls
ekki fá lækningaleyfi, ef þeir eru ekki lærðir læknar. Þeir
standa alveg jafnt að vígi, eins og ef þeim væri bannað
með lögum, að fást við lækningar sínar. Svikavefur land-
læknis í þessu máli er svo gagnsær, að engum heilvita
manni getur mistekist að sjá gegnum hann.
Landlæknir brýnir fyrir lesendum sínum
LœkmsfræíSm ag j^a af þeirrj villu, að halda „að lækn-
•ekki andvíg and-
isfræðin ali með sér sérstaka fordóma
'"tU^lækni'nga!” Se&n Þvú að svokölluðum andlegum áhrif-
um sé beitt við sjúklinga, þeim til líknar
•eða lækninga, og að hún neiti því yfirleitt, að slíkt geti
komið að nokkuru gagni“. Einkum segir hann, að spírit-
istar boði þessa kenningu. Eg veit ekki hvað hann hefir
fyrir sér í þessu. Eg minnist þess ekki, að spíritistar hér
á landi hafi boðað neitt í þá átt. Ilins hefir verið getið 1
Morgni, að ýmsir ágætir læknar séu farnir að taka upp
aðferðir sálrænna lækningamanna. Eg hefi kynst lærðum
lækni í Chicago, sem hafði horfið frá venjulegum lækn-
ingum til þess að helga sig að fullu sálrænum lækningum,
og af honum hefi eg mikils góðs notið. Dr. Wickland í LoS
Angeles læknar geðveika menn með hjálp miðils og sama
gerir Dr. Titus Bull í New York. Nokkurir læknar í Lond-
on hafa tekið upp aðferðir Dr. Wicklands, og einn þeirra
hefir flutt erindi um það í London, og erindið verið prent-
að. Fullyrt er, að ýmsir sérfræðingar í læknislist í London
sendi sjúklinga sína til sálrænna lækningamanna, þegar
þeir geta ekki sjálfir við sjúkdómana ráðið. Alls þessa
hefir verið getið í Morgni. I allri okkar fáfræði, sem land-
lækni miklast svo mjög, vitum við að minsta kosti það, aS
ekki líta allir læknisfróðir menn úti um heiminn á sál-