Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 17

Morgunn - 01.12.1978, Page 17
HIMNASÝNIK SWEDENBORGS 111 máli, maðurinn missir ekkert við dauðann, er enn í öllum skilningi maður, aðeins fullkomnari en þegar hann var í líkamanum. En hann tekur ekki einungis með sér skilningarvit sín, held- ur einnig skoðanir sínai', fordóma, venjur og öll þau sálarlegu áhrif, sem uppeldi hans í fyrra lífi leiddu af sér. Þannig hafa ýmsar göfugar sálir þráð til dæmis, að eiga viðræður við vitr- ustu menn allra alda og fá nú ósk sína uppfyllta. Öðrum guð- hræddum sálum hefur á jörðinni verið komið til að trúa því, að á himnum sé sífelldur samfagnaður og allur tíminn fari í hænastundir og tilbeiðslu. Þessum öndum er leyft að ganga í musteri og framkvæma þar helgiathafnir sínar, eins lengi og þeim þóknast. Komast þeir fyrst í hrifningarástand, en þegar langur hænatimi er liðinn tekur að draga úr ákafanum — suma tekur að syfja, aðrir taka að geispa eða hrópa um að losna og allir verða þannig að lokum uppgefnir á óhófi þess- arar tilbeiðslu. Að lokum læra andarnir hvert er hið sanna eðli liimna. En það liggur i þeim unaði, að gera eitthvað sem er sjálfum manni og öðrum til góðs. Með öðrum orðum, að tilbiðja Guð liggur ekki í sífelldum sálmasöng. Það liggur í því að láta ávexti kærleikans njóta sín — þ. e. að vinna af dyggð, einlægni og iðni að þvi starfi sem hentar manni bezt, því að í þessu liggur guðsástin og þvi að elska náunga sinn. Þetta aðlögunartímahil, segir Swedenborg, að fari fram í astandi milli himins og heljar. Þvi hver maður verður að sæta dómi, áður en hann er sendur til annars hvort staðarins. Hins vegar segir hann, að sú trú, að á dómsdegi standi sálin fyrir retti og sé dæmd af rannsóknardómara, sé röng. Hér er hvorki andrúmsloft réttarhalda né lögreglu. Hins vegar er manni sýndur liðinn æviferill og þar með verk hans í fyrri tilveru góð og ill. Hann verður þá sinn eigin dómari, sitt eigið vitni og ákveður sjálfur, hvar hann skuli taka sér aðsetur. „Drottinn varpar þvi engum til heljar,“ segir Swedenborg, „heldur dragast þeir andar, sem komið liafa yfir um með hið ula í hug sínum til heljar þeirrar, sem þeir hafa tilhneigingu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.