Morgunn - 01.12.1978, Page 19
HIMNASÝNIR SWEDENBORGS
113
lieilsu halda og lífi. Það er vissulega ákaflega mannlegur him-
inn, sem Swedenborg lofar okkur. Hér hittast hinir hjarta-
hreinu, og ljómar ásjóna þeirra af innri góðleik. Hjón og aðrir
sem hafa unnast eru hér endurvígðir í hjónaband. En hafi
hjón til dæmis ekki unnað hvort öðru á jörðinni er þeim leyft
að skilja og leita annars heppilegri maka, sem allir er það þrá
finna hér að lokum; gildir hér hið fomkveðna: sækjast sér
um líkir.
í þessu óskalandi hjartans er kærleikurinn takmarkalaus,
segir Swedenborg; enda er hér engin tilfinning tíma, heldur
einungis breytingar á ástandi. Árstiðaskiptin á þessum guð-
dómlega stað fara því eftir tilfinningu hjartans. Sé maður
glaður í hjarta er vor og dögun; sé maður hryggur er vetur
og nótt. Þá er ekki heldur um að ræða fjarlægðir eða rúm í
venjulegum skilningi. „Þegar maður færist frá einum stað til
annars er hann fljótari í ferðum ef hann óskar að fara þangað
en seinni, ef hann er tregur til þess,“ segir Swedenborg. Kær-
leikurinn er sá öxull sem allt snýst um í þessari eilífu Paradís
'Swedenborgs. Aldur og elli em úr sögunni. Þeir sem dáið hafa
þreyttir og útslitnir en lifað í kærleika til náunga síns standa
aftur í fullum blóma æsku og fegurðar, sem engin orð ná að
]ýsa.
•Tá, þetta em örfá sýnishorn úr lýsingu þessa undarlega
rnanns á stað sem hann segist sjálfur hafa heimsótt og get-
ur hver haldið um það, sem honum gott þykir. Draumur? Ef
til vill; en úr hvaða efni em draumar gerðir?
Og blindaður af allri þessari birtu sýna sinna lagði Sweden-
borg að lokum frá sér pennann, áttatíu og fjögurra ára gamall
arið 1772 og hélt til þeirra heima er svo mjög höfðu heillað
hann.
Slíkt frjálslyndi í trúmálum var blátt áfram andleg sprengja
a atjándu öld, enda lokuðu flestir hug sínum og hjarta fyrir
þessum skoðunum. Trúarbrögð, sem leyfðu slíkt umburðar-
íyndi, að jafnvel Búddhatrúarmönnum, Múhameðstrúarmönn-
um og Gyðingum var hleypt inn í himnariki, vom ríkjandi
8