Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 22

Morgunn - 01.12.1978, Side 22
116 MORGUNN hvor gagnvart annarri, það er, tvö mismunandi kerfi stjama, sem mætast. Virðast þessi kerfi geta farið hvort i gegnum annað, án þess að um sé að ræða árekstra einstakra stjarna, þar sem fjarlægðin miðað við stærð þessara einda er svo gíf- urleg, sem raun ber vitni, að möguleikinn til slíks er næsta óhugsandi í óravíddum rúmsins. — Nú er vitað að í smæð- inni er um að ræða að myndinni til svipuð fyirrhæri, þar sem efniskjamarnir eru. Sé því stjörnuþokum likt við atómin í efninu, sem þannig eru eins og smækkuð mynd af þessu sama, kemur fram, að verkun þessara minni einda er allt önnur en hinna stærri: hinar minni komast ekki í gegnum hver aðra eins og stjörnuþokurnar virðast geta gert, án þess að um mót- stöðu virðist vera að ræða, en þegar hinsvegar efniskjarn- arnir eða atómin, sem ættu að vera hliðstæða mæta hvert öðm, þá kemur fram mótstaða með þeim afleiðingum, að þau komast ekki í gegnum hvert annað, og kerfin eru þannig lok- uð og einangruð i órofa heild og blandast ekki öðrum, nema undir sérstökum skilyrðum, þ. e. ef um fljótandi eða loft- kennt ástand er að ræða. Dæmi um þetta eru fingur á hendi manns: ef vér leggjum fingur annarrar handar á móti fingri hinnar handar vorrar, þá geta þeir ekki farið hver í gegnum annan, heldur veita þeir hver öðrum mótstöðu. Séu nú fing- umir skoðaðir í ljósi eðlisfræðivísindanna og kjamorkuþekk- ingarinnar, þá em þeir í raun og veru ekkert annað en gif- urlega stór kerfi kjarnahvirfinga, sem em svo gisnar og fjar- lægar hver annarri að líkja má við stjömur himinhvolfsins, eins og áður er að vikið. Með hliðsjón af því virðist sem svo, að þessi kerfi ættu í rauninni að geta farið í gegnum hvert annað, með sama móti eins og stjörnuþokur, án þess að um verði að ræða árekstra eða mótstöðu, nerna eitthvað annað komi til, eins og þó virðist vera raunin, eins og dæmið um finguma leiðir í ljós með greinilegum hætti. Sé nú reynt að íhuga eðli þessa mismunar og hvernig hon- um geti verið varið, þá kemur það í ljós að í sjálfu sér ætti hann ekki að vera til, nema, eins og sagt var, að eitthvað annað komi hér til, sem upphefji hliðstæðuna, sem virtist

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.