Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 23

Morgunn - 01.12.1978, Page 23
GÁTAN MIKLA 117 eiga að geta verið fyrir hendi. Þar sem þessi mismunur er staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, þá verður að sjálf- sögðu fyrst fyrir að spyrja: Hvað er þá þetta annað sem hér er að verki og sem veldur þessum mismunandi fyrirbærum? Hér kemur að sjálfsögðu að grundvallaratriði, þvi ef hinir tveir fingur gætu óhikað farið hver i gegnum annan, væri þvi þannig, ef allt efni væri hliðstætt, ekki um að ræða neitt, sem heitir áþreifanleiki. Hér er þvi á ferðinni grundvöllur- inn að þessu leyndardómsfulla atriði er skapar áþreifanleika efnisins. Ef litið er á efnið sem „massa“ væri þetta að sjálf- sögðu auðskilið þar sem þá væri þetta eðlilegur hlutur. Ef litið er á efnið sem ótölulegan fjölda kjarna, sem sambærilegir væru við stjörnur himinhvolfsins, mætti að sumu leyti segja að þetta væri skiljanlegt, þar sem þessir kjarnar eru á gífur- legi-i ferð og geta vegna hreyfingarinnar sifellt verið að rek- ast hver á annan, eingöngu vegna hraðans, sem sennilega er í sjálfu sér ekki fjarri því að nálgast hraða ljóssins að því er hverja einstaka eind áhrærir. Inni í sérhverrí þessari eind er þannig gríðarleg hreyfing og hraði. Nú er það hinsvegar vit- að, að þessir kjarnar samanstanda af fráhverfum rafeindum og aðhverfum frumkjörnum, sem í sjálfu sér eru ekki fastir efniskjarnar heldur orkuhvirflar, sem einnig hver um sig eru a ofsalega hraðri hreyfingu innan frá séð, auk hreyfingar þeirra innan þessa hreyfingarkerfis, er kallast frumeind (atom). Sé þetta skoðað á þennan máta er um að ræða það, að efnið er í sjálfu sér ekki fastur massi, heldur öllu fremur orka á gífurlegri hreyfingu, sennilega í ýmsar áttir og hugs- anlega óreglubundið í smærri atriðum, þótt gera verði ráð fyrir kerfisbundnum verkunum í stærri atriðum. Þessar hreyf- íngar hinsvegar geta hugsanlega verið skýring þess að þetta merkilega fyrirhæri, — sem vér köllum og sem birtist oss í mynd áþreifanleika, — er fyrir hendi að því er efnið áhrærir. Frá upphafi vísindalegrar hugsunar hafa eðlisfræðiiðkend- ur og vísindafrömuðir liorft á fyrirbæri eins og segulafl sem mjög merkilegan hlut í eðli náttúrunnar, og i ljós hefur kom- ið að innri kraftar efnisins, sem nú nefnast kjarnorka eða

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.