Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Síða 32

Morgunn - 01.12.1978, Síða 32
126 MORGUNN sannað að þess konar efni er til. tJr slíku efni gætu þannig verið til efnisheimar sams konar og vor, en ef þeir mættust myndu báðir þurrkast út í ægilegri sprengingu vegna hins andstæða eðlis. Möguleikinn er þannig fyrir hendi, en hvort hann á sér tilvist í veruleikanum í ægidjúpi rúmsins veit eng- inn. En þótt eitthvað slíkt væri fyrir hendi, gefur það enga úr- lausn á gátunni miklu um hugsanleg önnur lífssvið, segir að- eins að til geti verið hliðstætt með andeðli. Leitinni að svari héldur þannig áfram. —• Þannig koma upp í sambandi við þetta aðrar spumingar út frá þvi, sem hér hefur verið brotið upp á. Þær eru þessar: Ef vér nú höfum í einni ákveðinni áttund af orku, eins og hinu sjáanlega ljósi, aukaverkanir (secondary effects), sem stafa af hringhverfingum hvirfla þeirra, er vér nefnum efniseindir eða atóm, með rafeinduni sínum og miðkjörnum (electrons and protons), — þá er spurn- ingin sú, hvort ekki geti verið um að ræða, að i öllu ljósrofi hins ósýnilega hluta rafsegulkraftsviðanna (electro-magnetic spectrum) fyrir ofan og neðan bylgjulengd hins sýnilega ljóss, að þar geti verið um að ræða hliðstæðuverkanir við það, sem á sér augljóslega stað um áttundina er grundvallar hið sýni- lega efni, þ. e. hugsanlega hvirfla og hvirfilhreyfingar í þvi, með sama móti eins og í áttund hins sýnilega ljóss (og efnis), — með þeirri afleiðingu að raunverulega geti verið um að ræða tilveru efnis og efnisveruleika á bæði hærri og lægri bylgjusviðum orkunnar en vér sjáum og getum skynjað. — Ef þessu væri þannig varið, sem hvorki virðist vera fjarstætt né óliklegt, að gera megi ráð fyrir með fullri skynsemi, þá gætu þannig verið til efnisheimar, sem væru fullkomlega jafn áþreifanlegir og sjáanlegir eins og efnisheimur vor, — en sem væru sín i milli algjörlega ósýnilegir og óáþreifanlegir, þótt innan hvers sviðs fyrir sig væri um sams konar verkim og fyrirbæri að ræða eins og á voru sviði, og gagnvart hugs- anlega þeim, sem byggjust eða væri búið lífsgerfi úr sam- kynja orkuhjúpum, ef svo mætti orða það. M. ö. o., að þar gæti verið um að ræða raunverulegan áþreifanleika og sýni-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.