Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 43

Morgunn - 01.12.1978, Side 43
ÆVAR R. KVARAN: NIÐURSTÖÐUR VISINDALEGRA RANNSÓKNA BENDA TIL LÍFS AÐ ÞESSU LOKNU I. Fyrir nok'krum árum kynntist ég á heimili þáverandi for- seta S. R. F. I., Guðmundar Einarssonar, bandarískum vís- indamanni, sem mjög er mér minnisstæður. Hann heitir Ian Stevenson. Hann var yfirmaður þeirrar deildar læknahá- skólans i Virginiu í Bandaríkjunum, sem fæst við tauga- og geðlækningar. Dr. Ian Stevenson er löngu orðinn kunnur meðal vísindamanna heimsins fyrir frábærar, vísindalegar rannsóknir á tilfellum þar sem talið hefur verið að um end- urholdgun væri að ræða. Hann hefur sjálfur persónulega rannsakað hundruð slíkra tilfella frá upphafi. Árið 1966 kom ut fyrsta bók hans um þessar rannsóknir og hlaut mikið lof. Hann var svo elskulegur að gefa mér eintak af þessari merku bók sinni, en hún heitir Twenty Cases Suggestive of Rein- carnation (eða Tuttugu tilfelli sem benda til endurholdgunar). U það þýðir auðvitað, að eftir að höfundur hefur beitt á vís- utdalegan hátt öllum þeim skýringum öðrum en endur- holdgun sem fyrír finnast, þá segir Ihann beinlínis í bókar- sínum, að þessi tilfelli, sem hann hefur svo vandlega rannsakað bendi til endurholdgunarskýringarinnar, því hún ein er eftir. Ég hygg að vísindamennirnir dr. Karl Osis og dr. Erlend-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.