Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 45

Morgunn - 01.12.1978, Side 45
NIÐURSTOÐUR . . 139 fellu, jafnframt ]iví að undrun rannsóknamanna yfir mætti og möguleikum mannlegs hugar verður æ meiri. En snúum okkur nú aftur að vísindamanninum okkar, sem ég minntist á hér að framan. Dr. Stevenson hefur rannsakað og skýrgreint ítarlega ná- lega þúsund tilfelli, þar sem talið hefur verið að um endur- holdgunarsannanir væri að ræða og af þeim valdi hann svo tuttugu, sem hann taldi rétt að rannsaka sérstaklega, eins og nafn bókar hans ber með sér. Þannig rannsakaði hann per- sónulega sjö tilfelli á Indlandi, þrjú á Ceylon, tvö i Brasilíu, sjö í Alaska og eitt tilfelli í Libanon. Ef til vill er síðasta tilfellið einna áhugaverðast fyrir þá sök, að það uppgötvaði Stevenson sjálfur. Þar átti litill drengur hlut að máli. Steven- son átti þar kost á þvi að vera með barninu, þegar fyrst var farið með það til þorpsins, þar sem það virtist hafa eytt fyrra lifi sinu. Frá því andartaki að drengurinn fór að geta talað, þá virtist Imad Elawar (en það heitir hann) vita um hluti, sem eng- • nn hafði nokkru sinni sagt honum eða kennt. Þannig nefndi hann með nafni fjölda marga vini, sem foreldrar hans þekktu ekki, enda töldu þau að á bessu væri ekkert mark takandi, þetta væru bara hugarórar í barninu. En þá gerðist það einn daginri úti á þorpsstrælinu í Kornayel að barnið hljóp í fangið a ókunnugum manni og faðmaði hann að sér. Sá ókunnugi varð furðu lostinn og spurði: „Þekkir þú mig?“ Og Imad svaraði: „Já, þú varst nágranni minn.“ Þessi maður bjó í 23 fjarlægð handan við fjöll í þorpinu Khrilby. Upp frá því fóru foreldrar drengsins að taka hann alvarlega og þegar Stevenson kom til þorpsins þeirra, Komayel, til þess að rann- saka allt annað tilfelli, þá voru foreldrarnir komnir á þá skoðun, að Imad sonur þeirra hefði eitt sinn verið Mahmoud Bouhamzy, sem liefði verið kvæntur Jamile nokkurri, en hann hefði orðið fyrir vöruflutningabil og báðir fætur hans h«fðu brotnað i slysinu, en hann síðar dáið af völdum meiðsl- anna, sem hann varð fyrir.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.