Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 52

Morgunn - 01.12.1978, Page 52
146 MORGUNN líkama sinum og jarðlífinu, að því er virðist fyrir fullt og allt? Samkvæmt rannsóknum Moodys virðist verða hjá flest- um mikil breyting á þessari afstöðu til dauðans frá því sem tiðkast i upphafi dauðareynzlunnar. Algengast er að frásegj- endur i upphafi andláts síns harmi þetta og þrái heitast að fá að hverfa aftur til likama síns. En þegar hinn deyjandi hefur notið andlátsreynzlu sinnar í ákveðinn tíma, kemur að því, að hann kýs ekki lengur að hverfa aftur og setur sig jafnvel í andspyrnu gegn þvi að hverfa aftur í jarðneskan líkama sinn. Að minnsta kosti gildir það um flesta þá, sem svo langt komast, að þeir mæta ljósverunni, sem minnst er á í fyrra dæmi. „Ótilneyddur hefði ég aldrei horfið frá þess- ari veru,“ sagði einn viðmælenda Moodys við hann. Ýmsar konur, sem áttu börn, sögðu þó rannsóknamanni, að hefði það elcki verið vegna þrár þeirra eftir bömunum, þá hefðu þær ekki kosið að hverfa til baka. Hér varð ástin á börnunum og skyldutilfinningin þyngri á metaskálunum en eigin vild að öðm leyti, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: „Ég hugleiddi það hvort ég ætti að vera um kyrrt, en þá varð mér um leið hugsað til barnanna minna þriggja og eiginmanns míns. Það er enginn leikur að útskýra þetta, en meðan ég var í návist ljósverunnar, hafði ég síður en svo nokkra löngun til þess að hverfa aftur. En ég er mjög skyldu- rækin og ég átti skyldum að gegna við fjölskyldu mína, svo ég ákvað að reyna að snúa aftur til þeirra.“ Karlmaður segir svo frá svipuðu: „Ég held mér sé óhætt að segja, að Guð hafi verið mér eftirlátssamur, því ég var dáinn og hann lét læknana endur- vekja mig til jarðnesks lífs af ákveðinni ástæðu. Ástæðan var sú, að ég einn gat orðið konunni minni til bjargar. Hún átti við áfengisvandamál að striða og ég vissi, að hún mundi aldeilis ófær að ráða fram úr því, ef min nyti ekki við. Ég fékk sem sé að snúa aftur, og bati hennar er tvímælalaust mikið því að þakka.“ Og þannig halda dæmin áfram i bók Moodys, Líji'ð eft- ir lífiS. — Og það er eftirtektarvert, að öll þessi dæmi um

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.