Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 54

Morgunn - 01.12.1978, Side 54
148 MORGUNN kona, kvaðst aldrei myndu láta af þvi, að berjast fyrir þvi sem hún áliti sannleikann, hvað sem það kostaði hana. Og hún stóð við það. Ég rek þetta hér ekki sökum þess að þetta sé algjör undan- tekning, heldur til þess að sýna það, hvað það getur kostað eina manneskju að fylgja sannleikanum, þegar það er ekki talið henta þeim sem eru eða ættu að vera starfssystkini. Svipað var að segja um afstöðuna til sálfræðingsins dr. Ginu Cerminara, sem skrifaði bókina Many Mansions um kenn- ingar Edgars Cayces, sem út er komin á íslenzku í þýð- ingu minni undir nafninu Svo sem maÖurinn sáir. — Henni var algjörlega útskúfað úr hópum vísindamanna og einangruð á sama hátt og dr. Shafica Karagulla. Þær hittust reyndar á ráðstefnu frjálslyndra vísindamanna sl. vor í Bandaríkjunum þar sem þessi ókunnu öfl fólks voru rædd opinskátt. Einn af aðalræðumönnum ráðstefnunnar var yfir- maður i læknadeild háskóla nokkurs á austurströndinni, sem sagði m. a. frá eigin sálrænum hæfileikum. Hann kvaðst telja það skyldu sina að segja sannleikann um þetta opinber- lega, hvað sem það kostaði hann persónulega. Hann sagði þeim doktorunum Shaficu Karagullu og Ginu Cerminara, að hann byggist við því að finna á borði sínu uppsagnarbréf frá stjórn háskólans, þegar hann kæmi heim. Hann er sérfræð- ingur í geð- og taugasjúkdómum. Dr. Gina Cerminara hló við og sagði honum að ekki væri það nú með öllu vist, þvi tekið væri að bera á miklum afstöðubreytingum í þessum efnum meðal vísindamanna. Þeim fjölgaði óðum, sem væru famir að ræða þessi forboðnu mál opinberlega. Og Cermin- ara bætti við hlæjandi: „Ég er jafnvel farin að halda að ég verði talin virðulegur sálfræðingur áður en ég dey!“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.