Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 55

Morgunn - 01.12.1978, Side 55
SÁLARRANNSÓKNAFÉLAG ISLANDS SEXTÍU ÁRA. Upphafið. Þótt Sálarrannsóknafélagið geri ekki þá kröfu til neins manns, sem kærir sig um að gerast félagi þess eða kynna sér skoðanir þess, að hann játi neinar sérstakar kenningar, hvorki um líf eftir dauðann eða nokkuð annað, þá verður ekki gengið fram hjá þeirri sannre}md, að stofnendur bessa félags voru orðnir sannfærðir um að kenn- mgin um líf að þessu loknu væri byggð á sannleika, áður en þeir stofnuðu það. Það rit sem upphaflega hafði vafalaust mest áhrif á skáldið Einar H. Kvaran var áreiðanlega rit F. W. H. Myers Per- sónuleiki mannsins og framhaldslíf hans eftir dauðann. Bókin kom út tveim árum eftir lát höfundarins, en hann lézt 1901. Hún mun hafa verið tiltölulega nýútkomin, þegar Einar las hana um 1903. Bók þessi hefur hingað til verið talin klassiskt verk í sálrænum rannsóknum, þvi höfundur hennar var einn af virtustu menntamönnum Bretlands og hafði hafið rann- soknir sinar þegar árið 1870. Hann varð einn af aðalfor- góngumönnum þeirra lærðu og virtu manna, sem stofnuðu Brezka sálarrannsóknafélagið 1882. Sökum þess álits sem ÁTyers naut á Bretlandi sem hálærður og gáfaður maður, vakti þetta óvenjulega ritverk hans mikla athvgli. Sennilega fyrir hein áhrif þessa ritverks skrifar Einar svo grein i blað sitt Á orðurland um ódauðleika sálarinnar og segir þar frá áður- nefndri bók. Árið 1905 flytur Einar svo fyrirlestur í Reykja-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.