Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 56

Morgunn - 01.12.1978, Side 56
150 MORGUNN vík sem nefndist Samband við framliSna menn. Og hann læt- ur ekki við það sitja, heldur stofnar félagsskap við fámennan hóp manna um tilraunir í þessu skyni. Sögðu gagnrýnendur þeirra að aðalverkefnið væri hins vegar að vekja upp djöfla og púka og eitt dagblaðanna í Reykjavik kallaði þennan fé- lagsskap „Draugafélagið“. Ymsum gáfuðum mönnum blöskr- aði þó þetta ofstæki og sú vanþekking sem það sýndi og sner- ust til liðs við Einar H. Kvaran. Langfrægastur stuðnings- manna hans var þó prófessor i guðfræði við Háskóla Islands, Haraldur Níelsson, sem frægur varð fyrir frábæra íslenzka þýðingu á Bibliunni og þá ekki siður fyrir hrifandi prédik- anir í Fríkirkjunni, sem iðulega hafði ekki nægilegt húsrými fyrir áheyrendur hans. Þessir tveir menn, sem öll þjóðin virti fyrir gáfur, ritsnilld og ræðumennsku urðu stofnendur Sál- arrannsóknafélags Islands þann 19. desember 1918. „ Einar H. Kvaran var kosinn forseti félags- . .. ins oe prófessor Haraldur Níelsson varafor- forsetmn. . ? . ..... . . * seti. Pessir snjoltu menn og goou vinir urou áhrifamestu og mikilhæfustu foringjar Sálarrannsóknafélags- ins meðan þeir lifðu. Haraldur lézt 1928. en Einar 1938 og var hann einnig til dauðadags ritstjóri Morguns, sem félagið hóf útgáfu á 1920. Það var gæfa þessa félags hve margir ritfærir og snjallir menn fluttu þar erindi og skrifuðu í tímaritið. Af þeim má nefna ljóðskáldið Jakob Jóh. Smára, séra Daníel Kristinsson, Indriða Einarsson, leikritahöfund, séra Ragnar E. Kvaran, séra Jakob Jónsson, dr. theol., Guðmund Friðjónsson, skáld, Sigurð Kvaran, lækni, séra Svein Viking, að ógleymdum séra Jóni Auðuns, sem árum saman var forseti félagsins og rit- stjóri Morguns. Það hefur frá upphafi verið tilgangur félagsins annars veg- ar að ráða um tíma miðla erlenda eða innlenda og annað fólk með eftirtektarverða sálræna hæfileika og gera tilraunir með því, og svo hins vegar að kynna almenningi niðurstöður af erlendum og innlendum rannsóknum á sálrænum fyrir-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.