Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 60

Morgunn - 01.12.1978, Page 60
ÆVAR R. KVARAN: Krishnamurti. DÖGUNIN. Höf. Mary Lutyens. Þýð. Gisli Ólafsson. Utg. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík 1977. Hér er hún loksins komin ævisaga eins athyglisverðasta og mesta andans manns 20. aldar, Krishnamurtis: Dögunin. Ég minnist þess, að Lúðvík heitinn Guðmundsson, stofnandi Myndlistaskólans, sagði mér eitt sinn frá því, þegar hann hlustaði á þennan undarlega speking i Þýzkalandi. Hann kvaðst hafa persónulega hlýtt á ýmsa fræga menn um ævina, en aldrei neinn sem hefði haft önnur eins áhrif á sig og Krishnamurti. Hann kvaðst hafa fyllst næstum ómótstæðilegri löngun til þess að krjúpa við fætur þessa ljómandi manns og kyssa klæðafald hans. Svo töfrandi og heillandi var persóna hans. Krishnamurti er enn á lifi á níræðisaldri og er gott til þess að vita að þessi stórmerka ævisaga hans skuli hafa komið út meðan hann var enn í fullu fjöri og með samþykki hans, sökum þess að annars geta slíkar endurminningar orðið mjög umdeildar hvað snertir sannleiksgildi, ekki sist sökum þess að þessi óvenjulegi maður hlýtur að teljast meðal hinna miklu hyltingarmanna heimsins i andlegum viðhorfum. Bylting

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.