Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 65

Morgunn - 01.12.1978, Page 65
BÆKUR 159 losna úr jarðlíkamanum (það telja sig allir gera) sé unaðs- legur léttleiki. Allar þær þjáningar, sem kunnu að fylgja hin- um sjúka likama eru gjörsamlega horfnar. Og hjá flestum virðist einnig gæta algjörlega nýrrar afstöðu til hins gamla líkama. Hann skiptir engu máli lengur. Ekki fremur en hann væri gamall, slitinn frakki, sem fleygt hefur verið, sökum þess að hann er orðinn gjörónýtur. Flestir virðast fyrst i stað hafa horft á líkama sinn og lækna og hjúkrunarlið, eins og að ofan, og getað virt fólkið fyrir sér. Öllum ber saman um að hin nýja liðan sé ólýsanlega dásamleg, ekki sizt sökum þess léttleika og þeirrar frelsistilfinningar, sem fylgir henni. Þá lýsa flestir eins konar ferðalagi, sem virðist vera með nokkuð misjöfnum hætti í einstökum atriðum, en enda með þægilegri birtu og mikilli vellíðan. Þá er sumum jafnvel leyft að heilsa upp á látna ástvini um stund við mikinn fögnuð. En öllum er þó bent á það, að lifi þeirra sé þrátt fyrir allt ekki enn lokið og þeir verði því að hverfa aftur um tíma í hinn gamla jarðlikama sinn. Og þá koma vonbrigðin, því flestir vilja alls ekki hverfa í hann aftur eftir að hafa rétt að- eins kynnst þessari dásamlegu nýju tilveru. En hjá því verður ekki komist, þvi tími þessa fólks til þess að skipta um tilveru- svið virðist ekki kominn, þó enginn fái að vita hvers vegna. Það má segja um allt þetta fólk með mjög fáum undantekn- >ngum, að því komi saman um það, að einmitt þetta sé það sem hendi það á þessu undarlega ferðalagi milli óskyldra heima. Þetta fólk, sem segja má að lifni þannig frá dauða, er vitan- 'ega úr ýmsum stéttum og stigum í þjóðfélaginu og mis- jafnlega upplýst. Sumt hafði gert sér einhverjar hug- tnyndir um dauðann, annað alls ekki neinar. Sumt var trúað fólk, annað ekki. Sumt trúði á lif að þessu loknu, annað alls ekki. En engu að síður var þetta sameiginlegt þeim, sem urðu fyrir þessari reynzlu, og töldu hana gjörbreyta lífsviðhorfum sínum. Þetta hefur orðið þ eim vísindamönnum, sem ekki geta hugs- að sér andlegan heim eða líf að þessu loknu hin mesta ráð-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.