Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 66

Morgunn - 01.12.1978, Page 66
160 MORGUNN gáta, eins og eðlilegt er. Og þá ekki síður þeim vísindamanni, sem skráði þessa bók. En hann heitir Raymond A. Moody, jr. og hefur að baki yfirgripsmikið heimspekinám og hefur verið háskólakennari í þeirri grein og einkum gefið sig að siðfræði, rökfræði og málvísindum. En sökum á'huga á læknisfræði tók hann einnig upp það nám, því hann stefndi að því að verða geðlæknir og kenna síðan læknisfræðilega heimspeki við læknaskóla. En það var meðan á þvi námi stóð, að hann tók að rannsaka fyrirbæri likamsdauðans og flytja fyrirlestra um það efni, því hann varð furðu lostinn yfir þeim frásögnum sem hann heyrði af vörum þeirra sem læknar höfðu lýst látna, en komu aftur til lífsins engu að síður. Þótt Moody hafi haft hugrekki til þess að skrá þessar frásagnir á bók sína, er hann bersýnilega dauðhræddur um að honum verði ólasað um jafn óvirðulegt athæfi og það, að hann sé að reyna að sanna að líf sé að þessu loknu. Til þess að forðast slíkan ósóma, tekur hann það fram hvað eftir annað, að slíkt detti honum ekki í hug. Til þess að sýna það enn betur, þá kallar hann næstsíð- asta kaflann í bók sinni Útskýringar. Þar eru taldir upp yfir- náttúrlegar skýringar og svo eðlilegar, þ. e. vísindalegar skýr- ingar. En þær skiptast í 1. lyfjafræðilegu skýringuna, 2. líf- eðlisfræðilegu skýringarnar, 3. taugafræðilegu skýringarnar og svo skýringar sálfræðinnar, sem skiptast í 1. einangrunar- rannsóknir og 2. drauma, skynvillur og villuhugmyndir. En auðvitað dugar engin þessara hálærðu skýringa. Það þarf ekki að taka það fram, að höfundur minnist ekki orði á þá skýringuna, sem lá þó kannski beinast við, nefni- lega að þetta fólk, sem allt var fyllilega andlega heilbrigt, væri að segja sannleikann, og það sem því kemur svona vel saman um að hafa séð, hefði verið raunveruleikinn sjálfur, sem vitanlega veitti því enn eina sönnunina um það, að lif er að þessu loknu. Nei, það náði vitarilega ekki nokkurri átt. Maður sem á eftir að ljúka prófi i læknisfræði getur ekki látið það um sig spyrjast að hann sé spiritisti! En hvað sem þessu líður er ekki nema réttmætt að geta þess, að þessi bók er að öðru leyti skrifuð af heiðarleik og einlægni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.