Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 70

Morgunn - 01.12.1978, Side 70
164 MORGUNN reist á því, að til séu lögmál. En hvað eru þessi lögmál? Við höfum ekki sett þau sjálf, heldur erum við aðeins að fálma okkur i áttina til þess að kynnast þeim — innan veggja ófull- kominna skynfæra og skynsemi.“ En um vísindin segir Árni Óla sjálfur í lokakafla bókar sinnar: „Visindin eru hinn hvíti galdur seinni alda. Þau hafa umbylt öllu á jörðinni —- nema trúnni. Þegar vísindamenn- irnir héldu, að nú væri sannað, að kenningar trúarinnar væru hégómi, þá kom alltaf eitthvað nýtt í ljós, sem þurfti frekari rannsókna við. Og þegar svo uppgötvaðist að lífið hlítir ekki lögmálum efnisins, fór að vandast málið. Og enn bættist ny furða við þegar uppgötvaðist, að efnið er ekki annað en bund- in orka. Nú er svo komið, að margir frægir visindamenn hafa viðurkennt, að ekki verði haldið lengra áfram á sömu braut, nema viðurkennt sé, að til sé alheimsskapari, Alfaðir, guð.“ Og Árni Öla endar þessa athyglisverðu bók sína um dul- heima íslands með þessum orðum: „Trúin er hinn æðsti kraftur í framsókn mannkynsins. Hún ein megnar að opna mönnum hugséðan heim og af þeirri skyggni eru allar sannar framfarir sprottnar. Trúin er leið til hinnar æðstu vizku og manngöfgi. Eins og siðprýði er að- alsmerki einstaklingsins, svo er göfgi trúarinnar í hverju landi mælistika á andlega menningu þjóðarinnar, sem þar á heima.“ LÁTNIR FLUGMENN BIRTAST FYRRVERANDI STARFSBRÆÐRUM SÍNUM Nýlega kom út bók eftir rithöfundinn John G. Fuller sem nefnist DRAUGURINN f FLUGI 401 (THE GHOST OF FLIGHT 401). I bókinni fjallar Fuller um ýmsa undarlega atburði, sem átt hafa sér stað frá því fyrsta júmbóþotan fórst á Vesturlöndum, en það var í Florida þann 29. desember

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.