Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Síða 72

Morgunn - 01.12.1978, Síða 72
166 MORGUNN af sömu gerð íyrir svipaðri reynzlu og Ginny hafði orðið fyrir. Flugfreyjan, Sis Patterson, var á gangi um farþega- rýmið og taldi farþegana. Allt í einu sá hún flugmann i ein- kennisbúningi sitja í einu sætanna, en hún hafði ekki tekið eftir honum fyrr og bað hann nú að flytja sig, þar eð sæti hans væri ætlað öðrum. Flugmaðurinn svaraði ekki, heldur starði beint fram fyrir sig. Hún bað hann þá um skýringu á veru hans þarna. Hún spurði hann, hvort hann væri far- þegi eða tilheyrði áhöfninni, en hann svaraði ekki, heldur hélt áfram að stara fram fyrir sig eins og áður. Skömmu síðar kom á vettvang önnur flugfreyja, en hún gat ekki heldur fengið neinar upplýsingar hjá þessum manni. Flugfreyjurnar kölluðu nú á einn flugmanninn til þess að hiðja hann að bera kennsl á starfsbróður sinn, þar eð þessi dularfulli maður bar einkennisbúning Eastern Airlines. Flugmaðurinn leit á manninn og varð skelfingu lostinn og hrópaði upp yfir sig: „Guð minn góður! Þetta er Bob Loft!“ — Það varð grafar- þögn, en síðan gerðist nokkuð, sem enginn hefur getað gefið nokkra skýringu á. Þessi óboðni gestur í flugmannsbúningn- um hvarf bókstaflega fyrir framan augun á fólkinu. 1 febrúar 1974 varð flugfreyja í flugvél af sömu gerð og sú sem fórst, fyrir svipaðri reynzlu og starfssystir hennar Ginny. Á rúðunni á ofnhurðinni þar sem matur farþega er hitaður birtist andlit Don Repos. Flugfreyjan sótti strax ann- an flugliða til þess að sýna honum þessa furðulegu sýn og hann bar strax kennsl á andlitið. Þetta var andlit Don Repos, en þessi flugliði hafði þekkt hann mjög vel i lifanda lífi. En nú bættist ný reynzla við. Andlitið byrjaði að tala og sagði með veikri röddu: „Gætið vel að eldi um borð.“ Á næstu mánuðum bárust stöðugt frásagnir af því, að fóllc hefði séð hina látnu flugmenn. Stjóm flugfélagsins reyndi að þagga þessar raddir niður, þvi ekki var talið æskilegt að það spyrðist út að draugagangur væri um borð i flugvélum þeirra. En það var ekki hægt að koma í veg fyrir að starfsfólkið héldi áfram að tala sín á milli um sýnir sínar. En guð hjálpi þeim,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.