Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Page 74

Morgunn - 01.12.1978, Page 74
168 MORGUNN nöfnum sinum til þess aS verða ekki fyrir refsiaðgerðum af hálfu stjórnar flugfólagsins. Við þetta vaknar athyglisverð spurning: I hve mörgum tilfellum skyldi fólk vera með þessum hætti kúgað til þess að segja ekki sannleikann? Það er að vísu sálfræðilega skiljanlegt, að það valdi há- lærðum mönnum stundum gremju, að fyrirbæri skuli alltaf vera að gerast, sem ekki eru í samræmi við þekkingu þeirra, en lifið tekur ekki tillit til takmarkaðrar þekkingar og það er því langskynsamlegast að sætta sig við það, að fleira sé til en maður skilur. En i þessari frásögn kemur fram ný hlið þessara erfiðleika, sem lýsa sér i því, að það gæti hugsanlega haft í för með sér fjárhagslegt tap, að sagt sé frá fyrirbærum sem gerst hafa og fjöldi fólks hefur orðið vitni að. Hér er það Mammon sem slær í borðið. En allt er þetta unnið fyrir gýg. Fyrirbærin gerast hvað sem hver segir, og það svo oft og svo víða, að því verður ekki lengur leynt með neinum brögðum. Þeir sem miklu máli skipta, þ. e. visindamennirnir, eru auðvitað alltof greindir menn til þess að halda sliku áfram. Fyrirba'rin gerast og það verður að rannsaka þau, jafnvel þótt þau virðist brjóta i bág við vísindalega þekkingu.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.