Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Side 77

Morgunn - 01.12.1978, Side 77
RADDIR LESENDA 171 Svo er þarna kominn prestur, hann ávarpar Ásdísi, segist eiga við hana erindi. „Þannig er mál með vexti,“ segir hann, „að við höfum hugsað okkur að stofna nefnd.“ (Hann nefnir nafn nefndarinnar en ég man ekki nafnið, en man þó að þetta er einhvers konar góðgerðastarfsemisnefnd). Hann seg- ir: „Margir hafa stungið upp á þér sem formanni nefndar- mnar, hvað segir þú um það?“ „Það vil ég mjög gjarna,“ segir Ásdís. Ég heyri að Ingólfur segir við eldri konuna: „Ég er ekki að vísa þér út, en nú erum við öll að fara til kirkju, eg skal skjóta þér heim i leið.“ Mér finnst ég snúa mér að Ásdísi og segja: „En hvað með bollana?" Ásdís svarar: „Því verður þú að ráða fram úr sjálf, því nú verðum við að fara.“ Þau fara öll nema ég. Ég stend þarna ein eftir og hugsa: Ég skal hafa uppi á bollunum. — 1 því 'hringir djrrabjallan, eg opna, úti fyrir stendur ungur maður og ung stúlka. Mað- urinn er ekki í fötum samkvæmt okkar tísku, hann er i svört- um, aðskornum fra'kka, sem er kræktur með silfurlitum krækjum í mittið, en opinn að öðru leyti, hann er með höf- uðfat, sem ég hef ekki séð áður nema ef til vill á mynd. Hann tekur ofan og segir: „Mér datt i hug að lita hér við °g votta samúð mina.“ „Já, en það er enginn heima,“ segi e8- „Það gildir einu, ég kem hingað fljótlega aftur,“ segir hann. — Ég vakna. P. S. Um það bil 8 mánuðum fyrir lát Ingólfs dó Ásdís tnóðir hans, skömmu eftir lát Ingólfs dó Ásbjörn faðir hans. I draumnum vissi ég að Ásdís og Ingólfur voru dáin, en fannst það ekkert undarlegt, þó Ingólfur væri að fara til sninar eigin útfarar né að Ásdís væri þar líka. Áslaug Ólafsdóttir, Álfask.eiði 82, Hafnarf. I. Krishnamurti var eitt sinn spurður, hvort sannleikurinn V0eri alger eða afstæður. Svar hans var á þessa leið: „Hver er raunveruleg merking þessarar spumingar? Við v'djuni eitthvað algert, staðfast og óhagganlegt. Menn biðja

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.